Tryggja verður frelsi kvenna Björgvin Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2007 00:01 Það sem af er þessu ári hafa níu konur leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að á þær var ráðist utandyra. Í sex tilvikum voru konurnar í miðbæ Reykjavíkur. Um síðustu helgi leituðu fimm konur hjálpar vegna kynferðislegs ofbeldis. Tveimur konum var nauðgað á götum Reykjavíkur eftir að hafa yfirgefið skemmtistaði. Í öðru tilvikinu voru tveir menn að verki og samkvæmt frásögn Fréttablaðsins hlógu þeir að fórnarlambi sínu á meðan og eftir að þeir nauðguðu henni. Fréttir af þessum atburðum lýsa ekki nýjum veruleika á Íslandi. Í febrúar á þessu ári var konu nauðgað í húsasundi við Vesturgötu í Reykjavík og í mars þvingaði maður konu til kynmaka á salerni Hótel Sögu. Í október á síðasta ári var stúlku nauðgað af tveimur karlmönnum í húsasundi nærri Menntaskólanum í Reykjavík. Í sama mánuði var annarri stúlku nauðgað við Þjóðleikhúsið. Hins vegar hefur verið velt upp þeirri spurningu hvort hrottalegri nauðganir megi að einhverju leyti rekja til fjölgunar útlendinga hér á landi. Það er réttmæt spurning sem fólk vill fá svar við. Sex útlendingar tengjast þremur nauðgunum sem áttu sér stað fyrir viku. Umræðan sem slík á ekki að ýta undir fordóma. Fordómar þrífast helst í fáfræði og upplýsingar eru nauðsynlegar til að fyrirbyggja ástæðulausan ótta. Í frétt Sigríðar Hagalín Björnsdóttur á RÚV kom fram að erlendir ríkisborgarar voru tólf prósent þeirra sem voru kærðir til lögreglu fyrir kynferðisbrot í fyrra. Hlutfallið hækkaði um tvö prósent frá fyrra ári. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi um 2,5 prósent. Kynferðisbrotum útlendinga hefur því fækkað hlutfallslega. Tölfræðin skiptir samt litlu máli fyrir fórnarlömb nauðgara. Íslenskir karlmenn nauðga eins og erlendir. Og flestar nauðganir eiga sér stað í heimahúsum en ekki á götum úti. Við verðum að ffinna leiðir til að fækka þessum ofbeldisglæpum og tryggja öryggi kvenna. Lokun landamæra eða harðari refsingar eru ekki endilega árangursríkustu leiðirnar. Öflug löggæsla, réttlátt dómskerfi og gott stuðningsnet fórnarlamba nauðgana er auðvitað nauðsynlegt. Vafalaust má gera margt betur til að auðvelda konum að kæra og sækja menn til saka. Of fá nauðgunarmál enda á sakfellingu. En við verðum líka að finna leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldið. Aukin umræða og virðing fyrir einstaklingnum skiptir máli. Það er hægt að draga þá ályktun að barátta karlahóps femínistafélagsins, gegn nauðgunum karla, hafi borið árangur. Til dæmis var engin nauðgun tilkynnt um síðustu verslunarmannahelgi. Einnig er mikilvægt að átta sig á því að baráttan gegn nauðgunum er ekki mál kvenna heldur líka karla. Þetta er barátta gegn ofbeldi og fyrir frelsi einstaklingsins. Frelsi kvenna til að ganga öruggar um götur, skemmta sér óáreittar og bjóða fólki heim án þess að eiga það á hættu að á þær sé ráðist. Í þessari baráttu berum við öll ábyrgð og það er engin málamiðlun til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Það sem af er þessu ári hafa níu konur leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að á þær var ráðist utandyra. Í sex tilvikum voru konurnar í miðbæ Reykjavíkur. Um síðustu helgi leituðu fimm konur hjálpar vegna kynferðislegs ofbeldis. Tveimur konum var nauðgað á götum Reykjavíkur eftir að hafa yfirgefið skemmtistaði. Í öðru tilvikinu voru tveir menn að verki og samkvæmt frásögn Fréttablaðsins hlógu þeir að fórnarlambi sínu á meðan og eftir að þeir nauðguðu henni. Fréttir af þessum atburðum lýsa ekki nýjum veruleika á Íslandi. Í febrúar á þessu ári var konu nauðgað í húsasundi við Vesturgötu í Reykjavík og í mars þvingaði maður konu til kynmaka á salerni Hótel Sögu. Í október á síðasta ári var stúlku nauðgað af tveimur karlmönnum í húsasundi nærri Menntaskólanum í Reykjavík. Í sama mánuði var annarri stúlku nauðgað við Þjóðleikhúsið. Hins vegar hefur verið velt upp þeirri spurningu hvort hrottalegri nauðganir megi að einhverju leyti rekja til fjölgunar útlendinga hér á landi. Það er réttmæt spurning sem fólk vill fá svar við. Sex útlendingar tengjast þremur nauðgunum sem áttu sér stað fyrir viku. Umræðan sem slík á ekki að ýta undir fordóma. Fordómar þrífast helst í fáfræði og upplýsingar eru nauðsynlegar til að fyrirbyggja ástæðulausan ótta. Í frétt Sigríðar Hagalín Björnsdóttur á RÚV kom fram að erlendir ríkisborgarar voru tólf prósent þeirra sem voru kærðir til lögreglu fyrir kynferðisbrot í fyrra. Hlutfallið hækkaði um tvö prósent frá fyrra ári. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi um 2,5 prósent. Kynferðisbrotum útlendinga hefur því fækkað hlutfallslega. Tölfræðin skiptir samt litlu máli fyrir fórnarlömb nauðgara. Íslenskir karlmenn nauðga eins og erlendir. Og flestar nauðganir eiga sér stað í heimahúsum en ekki á götum úti. Við verðum að ffinna leiðir til að fækka þessum ofbeldisglæpum og tryggja öryggi kvenna. Lokun landamæra eða harðari refsingar eru ekki endilega árangursríkustu leiðirnar. Öflug löggæsla, réttlátt dómskerfi og gott stuðningsnet fórnarlamba nauðgana er auðvitað nauðsynlegt. Vafalaust má gera margt betur til að auðvelda konum að kæra og sækja menn til saka. Of fá nauðgunarmál enda á sakfellingu. En við verðum líka að finna leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldið. Aukin umræða og virðing fyrir einstaklingnum skiptir máli. Það er hægt að draga þá ályktun að barátta karlahóps femínistafélagsins, gegn nauðgunum karla, hafi borið árangur. Til dæmis var engin nauðgun tilkynnt um síðustu verslunarmannahelgi. Einnig er mikilvægt að átta sig á því að baráttan gegn nauðgunum er ekki mál kvenna heldur líka karla. Þetta er barátta gegn ofbeldi og fyrir frelsi einstaklingsins. Frelsi kvenna til að ganga öruggar um götur, skemmta sér óáreittar og bjóða fólki heim án þess að eiga það á hættu að á þær sé ráðist. Í þessari baráttu berum við öll ábyrgð og það er engin málamiðlun til.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun