Að sigra 101 7. nóvember 2007 00:01 Fólk af landsbyggðinni er mikið skemmtilegra en það sem kemur úr bænum." Þessi fullyrðing hrökk upp úr samstarfsmanni mínum í hádegishléi fyrir skemmstu. Við matarborðið sátu Þingeyingur, Austfirðingur, Borgfirðingur, Vestfirðingur og Landeyingur eða "dreifarar" eins og slíkur hópur er oft kallaður einu nafni. Þykir mér það reyndar algerlega fáránlegt að til sé samheiti yfir fólk af svo ólíkum stöðum og alveg öruggt merki um að landafræðikennslu hafi farið hnignandi í grunnskólum. Þótt sjálf hafi ég reyndar ekki byrjað að gera skarpan greinarmun á Reykjarvík, Garðabæ og Seltjarnarnesi fyrr en um aldamótin, enda um samvaxið fyrirbrigði að ræða. Við fulltrúar landsbyggðarinnar kinkuðum kolli við athugasemdinni, teyguðum mjólk til að ná að kyngja mötuneytismatnum. Við fullyrtum öll að við værum hreinlega miklu áhugaverðara fólk heldur en það sem hefði alið manninn á höfuðborgarsvæðinu. Þóttu mér þessarar staðhæfingar hverju orði sannari og hunsaði algerlega þá staðreynd að sambýlismaður minn og sonur tilheyrðu þeim hópi fólks sem við sögðum óáhugavert og þröngsýnt. Það var eins og flóðgáttir brystu í þessu matartíma. Áralöng gremja sem við höfðum alið í brjósti okkar frá því við komum í bæinn sem unglingar til að sækja okkur æðri menntun var færð í orð. Við minntumst þess tíma með sársauka þegar við neyddumst til að læra að þvo af okkur langt fyrir aldur fram, leituðum húsnæðis meðal okrandi borgarbúa og lifðum á núðlusúpu veturlangt á meðan barnalegt liðið af höfuðborgarsvæðinu vældi um að fá bíl foreldra sinna lánaðan svo það þyrfti ekki ganga í skólann. Áður en matartímanum lauk höfðum við róast og jafnvel orðin reiðubúin að viðurkenna að til væri gott fólk af höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki gæti eitthvað verið til í því að sumt fólk utan af landi væri svolítið hallærislegt. Ég minntist orða fyrrum bekkjarbróður míns sem, sem nú er fasteignasali, sem eitt sinn tjáði mér að einkenni sveitavarga væri að vilja einungis kaupa íbúðir í 101. Allt kúl vantaði hreinlega önnur númer, sem notuð eru til að auðvelda flokkun á pósti. Þetta væri fólk sem mótað hefði sjálfsmynd sína og skilning í gegnum íslenskar kvikmyndir þar sem flestir leikstjórar þeirra virðast flestir sannfærðir um að í sveitum og smábæjum landsins vilji fólk bara stunda sifjaspell og drekkja ólyfjan. Mestu miðbæjarrotturnar eru líklega oft á tíðum sveitalubbar á flótta undan sjálfum sér en staðráðnir í að sigra Kaffibarinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Fólk af landsbyggðinni er mikið skemmtilegra en það sem kemur úr bænum." Þessi fullyrðing hrökk upp úr samstarfsmanni mínum í hádegishléi fyrir skemmstu. Við matarborðið sátu Þingeyingur, Austfirðingur, Borgfirðingur, Vestfirðingur og Landeyingur eða "dreifarar" eins og slíkur hópur er oft kallaður einu nafni. Þykir mér það reyndar algerlega fáránlegt að til sé samheiti yfir fólk af svo ólíkum stöðum og alveg öruggt merki um að landafræðikennslu hafi farið hnignandi í grunnskólum. Þótt sjálf hafi ég reyndar ekki byrjað að gera skarpan greinarmun á Reykjarvík, Garðabæ og Seltjarnarnesi fyrr en um aldamótin, enda um samvaxið fyrirbrigði að ræða. Við fulltrúar landsbyggðarinnar kinkuðum kolli við athugasemdinni, teyguðum mjólk til að ná að kyngja mötuneytismatnum. Við fullyrtum öll að við værum hreinlega miklu áhugaverðara fólk heldur en það sem hefði alið manninn á höfuðborgarsvæðinu. Þóttu mér þessarar staðhæfingar hverju orði sannari og hunsaði algerlega þá staðreynd að sambýlismaður minn og sonur tilheyrðu þeim hópi fólks sem við sögðum óáhugavert og þröngsýnt. Það var eins og flóðgáttir brystu í þessu matartíma. Áralöng gremja sem við höfðum alið í brjósti okkar frá því við komum í bæinn sem unglingar til að sækja okkur æðri menntun var færð í orð. Við minntumst þess tíma með sársauka þegar við neyddumst til að læra að þvo af okkur langt fyrir aldur fram, leituðum húsnæðis meðal okrandi borgarbúa og lifðum á núðlusúpu veturlangt á meðan barnalegt liðið af höfuðborgarsvæðinu vældi um að fá bíl foreldra sinna lánaðan svo það þyrfti ekki ganga í skólann. Áður en matartímanum lauk höfðum við róast og jafnvel orðin reiðubúin að viðurkenna að til væri gott fólk af höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki gæti eitthvað verið til í því að sumt fólk utan af landi væri svolítið hallærislegt. Ég minntist orða fyrrum bekkjarbróður míns sem, sem nú er fasteignasali, sem eitt sinn tjáði mér að einkenni sveitavarga væri að vilja einungis kaupa íbúðir í 101. Allt kúl vantaði hreinlega önnur númer, sem notuð eru til að auðvelda flokkun á pósti. Þetta væri fólk sem mótað hefði sjálfsmynd sína og skilning í gegnum íslenskar kvikmyndir þar sem flestir leikstjórar þeirra virðast flestir sannfærðir um að í sveitum og smábæjum landsins vilji fólk bara stunda sifjaspell og drekkja ólyfjan. Mestu miðbæjarrotturnar eru líklega oft á tíðum sveitalubbar á flótta undan sjálfum sér en staðráðnir í að sigra Kaffibarinn.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun