Viðskipti erlent

Stóraukin viskídrykkja

Highland Park viskí
Highland Park viskí

Áfengisframleiðandinn Bacardi hyggst fjárfesta fyrir rúma fjórtán milljarða í Skotlandi á næstu árum. Ætlunin er að margfalda framleiðslu fyrirtækisins á Dewar-vískíi.



Búist er við stóraukinni eftirspurn eftir viskíi næstu árin og er ætlun Bacardi að verða við þeirri eftir­spurn. Áður hafði áfengisrisinn Diageo tilkynnt að tólf milljörðum króna yrði varið til að auka viskíframleiðslu fyrirtækisins í Skotlandi. Diageo er líklega stærsti áfengisframleiðandi í heimi; framleiðir margar þekktar áfengistegundir á borð við hið víðfræga Guinness-öl.



Sérstaklega hefur vískíneysla aukist í Kína, Singapúr og Venesúela. Þá var háskattur á vískí nýlega lagður af á Indlandi og er búist við að eftirspurn eftir vískíi fjórfaldist þar í landi næstu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×