Róttæk hugsun 11. júlí 2007 08:00 Eftirspil sölu ríkisins á hlut í Hitaveitu Suðurnesja hefur opnað áhugaverða umræðu. Annars vegar hefur verið á það bent að brýnast sé að verja almannahagsmuni að því er varðar öflun og dreifingu á rafmagni og hita. Staðhæft er að opinber rekstur tryggi bæði þjónustuöryggi og lægsta mögulega verð. Hins vegar er vakin athygli á að virkja þurfi þá þekkingu sem orðið hefur til á þessu sviði og láta hana skapa auknar útflutningstekjur. Til að ná árangri í þeim efnum sé eðlilegast að gefa einkafyrirtækjum kost á að leggja fram áhættufé í stað skattborgaranna og sýna hvers þau eru megnug. Bæði þessi sjónarmið eru góðra gjalda verð. En eru þau samrýmanleg? Ekki að óbreyttu skipulagi. Má ná þessum markmiðum með breyttu skipulagi? Hugsanlega. Landsvirkjun er nú alfarið í eigu ríkisins. En öll þrjú stærstu orkufyrirtækin eru stofnuð með sérstökum lögum. Bæði Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru þannig séð á ábyrgð ríkisins. Fyrirtækin eiga það hins vegar öll sammerkt að hafa verið slitin frá almennum reglum um stjórnsýslugegnsæi. Reyndar ber þeim að lögum að starfa eins og markaðsfyrirtæki. Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru hrein einokunarfyrirtæki á sviði húshitunar hjá miklum meirihluta landsmanna. Vel hefur verið séð fyrir hagsmunum almennings varðandi öryggi þjónustunnar. Sama verður ekki sagt um verðlagninguna. Hún er okur. Með jákvæðu hugarfari má þó segja að hún sé óbein eða dulbúin skattheimta. Einmitt sú staðreynd gerir einkavæðingu einokunarhluta þessarar starfsemi vafningasama. Einokunaraðstaða Orkuveitunnar og Hitaveitunnar skekkir aukheldur í grundvallaratriðum samkeppnismarkað um orkusölu til stóriðju og útrásarstarfsemi. Góðu heilli hefur Landsvirkjun ekki sambærilega stöðu. En þessi mismunun á svo stórum og þýðingarmiklum mörkuðum er óverjandi. Opinberu orkufyrirtækin eru öll í misríkum mæli með áform um fjárfestingar erlendis. Einokunaraðstaðan er grundvöllur þeirrar starfsemi. Í stað þess að láta einkaaðila alfarið leggja fram áhættufjármagn eru þjónustuhagsmunir almennings settir þar að veði. Enginn eðlismunur er á þessu og hinu að nota skattpeninga beint í þessu skyni. Lagaákvæði um bókhaldslega aðgreiningu einokunarstarfseminnar hefur enga raunverulega þýðingu. Eðlilegt er því að ríkið mæli fyrir um að einokunarþjónustan verði klofin frá annarri starfsemi. Fyrirtækin verði með öðrum orðum brotin upp. Það er forsenda eðlilegra viðskiptahátta og í betra samræmi við almennar reglur um meðferð skattpeninga. Samhliða má greina orkuréttindin frá framleiðslunni. Ríkið og sveitarfélögin gætu átt orkuréttindin áfram. Um leið yrðu opnaðir möguleikar á einkavæðingu þar sem hún á við. Með samningum um leigu eða sölu á orku gætu ríkið og sveitarfélögin tryggt almannahagsmuni. Sveitarfélögin myndu áfram annast einokunarrekstur þjónustunnar. Einkafyrirtæki gætu glímt við orkuframleiðslu til stóriðju og nýrra viðfangsefna með eigin áhættufé. Umræðan hefur alltént sýnt að þörf er á róttækri hugsun og breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Eftirspil sölu ríkisins á hlut í Hitaveitu Suðurnesja hefur opnað áhugaverða umræðu. Annars vegar hefur verið á það bent að brýnast sé að verja almannahagsmuni að því er varðar öflun og dreifingu á rafmagni og hita. Staðhæft er að opinber rekstur tryggi bæði þjónustuöryggi og lægsta mögulega verð. Hins vegar er vakin athygli á að virkja þurfi þá þekkingu sem orðið hefur til á þessu sviði og láta hana skapa auknar útflutningstekjur. Til að ná árangri í þeim efnum sé eðlilegast að gefa einkafyrirtækjum kost á að leggja fram áhættufé í stað skattborgaranna og sýna hvers þau eru megnug. Bæði þessi sjónarmið eru góðra gjalda verð. En eru þau samrýmanleg? Ekki að óbreyttu skipulagi. Má ná þessum markmiðum með breyttu skipulagi? Hugsanlega. Landsvirkjun er nú alfarið í eigu ríkisins. En öll þrjú stærstu orkufyrirtækin eru stofnuð með sérstökum lögum. Bæði Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru þannig séð á ábyrgð ríkisins. Fyrirtækin eiga það hins vegar öll sammerkt að hafa verið slitin frá almennum reglum um stjórnsýslugegnsæi. Reyndar ber þeim að lögum að starfa eins og markaðsfyrirtæki. Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru hrein einokunarfyrirtæki á sviði húshitunar hjá miklum meirihluta landsmanna. Vel hefur verið séð fyrir hagsmunum almennings varðandi öryggi þjónustunnar. Sama verður ekki sagt um verðlagninguna. Hún er okur. Með jákvæðu hugarfari má þó segja að hún sé óbein eða dulbúin skattheimta. Einmitt sú staðreynd gerir einkavæðingu einokunarhluta þessarar starfsemi vafningasama. Einokunaraðstaða Orkuveitunnar og Hitaveitunnar skekkir aukheldur í grundvallaratriðum samkeppnismarkað um orkusölu til stóriðju og útrásarstarfsemi. Góðu heilli hefur Landsvirkjun ekki sambærilega stöðu. En þessi mismunun á svo stórum og þýðingarmiklum mörkuðum er óverjandi. Opinberu orkufyrirtækin eru öll í misríkum mæli með áform um fjárfestingar erlendis. Einokunaraðstaðan er grundvöllur þeirrar starfsemi. Í stað þess að láta einkaaðila alfarið leggja fram áhættufjármagn eru þjónustuhagsmunir almennings settir þar að veði. Enginn eðlismunur er á þessu og hinu að nota skattpeninga beint í þessu skyni. Lagaákvæði um bókhaldslega aðgreiningu einokunarstarfseminnar hefur enga raunverulega þýðingu. Eðlilegt er því að ríkið mæli fyrir um að einokunarþjónustan verði klofin frá annarri starfsemi. Fyrirtækin verði með öðrum orðum brotin upp. Það er forsenda eðlilegra viðskiptahátta og í betra samræmi við almennar reglur um meðferð skattpeninga. Samhliða má greina orkuréttindin frá framleiðslunni. Ríkið og sveitarfélögin gætu átt orkuréttindin áfram. Um leið yrðu opnaðir möguleikar á einkavæðingu þar sem hún á við. Með samningum um leigu eða sölu á orku gætu ríkið og sveitarfélögin tryggt almannahagsmuni. Sveitarfélögin myndu áfram annast einokunarrekstur þjónustunnar. Einkafyrirtæki gætu glímt við orkuframleiðslu til stóriðju og nýrra viðfangsefna með eigin áhættufé. Umræðan hefur alltént sýnt að þörf er á róttækri hugsun og breytingum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun