Bið eftir kynjajafnrétti 24. febrúar 2007 06:00 Nú á dögum líta flestallir Íslendingar á sig sem jafnréttissinna. Sú sjálfsmynd er þó ekki endilega byggð á gildum rökum. Það er a.m.k. þversögn að mörgum af hinum meintu jafnréttissinnum finnst allt í himnalagi í samfélagi þar sem misrétti kynjanna er viðhaldið með kerfisbundnum hætti. Við sjáum birtingarmynd þessa misréttis víða, t.d. í klámi og ofbeldi gegn konum. En undirrót þess er sjálf samfélagsskipanin og ekki síst tekjuskiptingin í samfélagi. Það er staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru einungis rúm 60% af tekjum karla. Þetta hlutfall hefur varla haggast frá því að lög um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna voru samþykkt 1976. Þessi munur er staðreynd en ekki er tekið á vandanum og honum jafnvel afneitað. Með hvers konar talnaspeki er reynt að telja fólki trú um að einungis hluti af þessu bili sé „kynbundinn launamunur" en hitt sé konum sjálfum að kenna fyrir að vinna ekki nógu mikið eða sækjast ekki nógu stíft eftir stjórnunarstöðum. Líkt og það á að vera konum sjálfum að kenna að karlar sem stjórna umræðuþáttum vilja ekki fá þær í viðtöl. Í kjarasamningum og töxtum er ekki til kynbundinn launamunur. Hann er eigi að síður staðreynd og tengist kjörum sem ekki eru hluti af kjarasamningum annars vegar, en hins vegar hefðbundnu vanmati á störfum sem konur sinna að miklu leyti. Laun snúast nefnilega að litlu leyti um framboð og eftirspurn heldur þjóðfélagslegt mat. Það er t.d. verulegt framboð á fólki sem vill gegna stjórnunarstörfum og því lítil ástæða til að greiða stjórnendum ofurlaun þess vegna. Ástæðuna fyrir ofurlaunum stjórnenda má frekar finna í hugmyndaheimi fjármagnseigenda og annarra sem tilheyra valdastéttinni, þeim finnst það einfaldlega eðlilegt að hlutverk launa sé að byggja valdapíramída. Hið sama má segja um kynbundinn launamun. Á honum geta einungis verið tvær skýringar. Annars vegar að konur séu almennt lakari starfsmenn en karlar. Fáir viðurkenna upp á sig slíka skoðun. Hin ástæðan er öllu líklegri; að hann sé hluti af hugmyndafræði ráðandi stétta sem líta ennþá á karlmenn sem „fyrirvinnur" og að sú ráðandi hugmyndafræði móti raunar einnig sjálfsmynd kvenna, sem gera þess vegna hógværar launakröfur. Til þess að viðhalda slíkum hugsunarhætti eru alls konar varnaglar gegn breytingum innbyggðir í kerfið. Einn þeirra er launaleynd. Leynd yfir launum fólks er ekki forsenda þess að stjórnendur geti hækkað afburðastarfsmenn í launum, enda er erfitt fyrir sanngjarnt fólk að amast við því. Á hinn bóginn gerir hún stjórnendum kleift að mismuna fólki í launum út af einhverju öðru en verðleikum, t.d. kynferði. Það blasir við að launaleyndin gerir konum sem vinna hjá einkafyrirtækjum óhægt um vik að sækjast eftir launahækkunum eða launum til jafns við jafnhæfa karlmenn. Það er líka markmið hennar; hún er fyrst og fremst stjórntæki þeirra sem eru á tindinum. Þekking er vald en með leyndinni er slíkt vald takmarkað við fámennan hóp. Launleynd hefur ekkert með persónuvernd eða mannréttindi að gera. Hið sama má raunar segja um leynd almennt. Hlutverk hennar er ævinlega að takmarka upplýsingar við tiltekinn hóp fólks, sem hefur rétt á að vita það sem aðrir vita ekki. Ný forréttindastétt verður til sem hefur þekkinguna á valdi sínu líkt og leyniþjónustur stórvelda vita einar hvað í rauninni á sér stað í alþjóðasamskiptum. Þetta er ástæðan fyrir því að það á að afnema launaleynd þótt sú aðgerð ein og sér muni ekki duga til að útrýma kynbundnum launamun. Önnur nauðsynleg aðgerð er að tryggja jafna stöðu kynjanna í öllum stjórnunarstöðum, hvort sem það er á þingi, innan stjórnkerfisins eða innan stórfyrirtækjanna sem ráða æ meiru um þróun þjóðfélagsins. Það er þversögn að eftir því sem hlutfall kvenna innan hins opinbera geira færist hægt og sígandi upp á við færast æ mikilvægari ákvarðanir til einkageirans þar sem karlveldið fær að ríkja óhindrað. Því miður virðist tregðulögmálið einnig vera að yfirtaka stjórnmálaflokka. Það er sláandi staðreynd að einungis tveir stjórnmálaflokkar hafa tryggt jafna stöðu kynjanna í efstu tveimur sætum framboðslista sinna fyrir næstu kosningar. Hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði eru konur í meirihluta, 7 af 12, en hjá Framsóknarflokknum eru þær 5 af 12. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa einungis 3 konur í efstu 12 sætum hjá sér. Þessi staðreynd ein og sér bendir til þess að jafnrétti kynjanna sé ekki forgangsmál hjá þessum flokkum. Mikilvægari vísbending er þó málefnastaða flokkanna. Þora þeir að gera atlögu að launaleyndinni og misskiptingu stjórnunarstarfa eða ætla þeir að gerast varðhundar um ríkjandi ástand? Launaleynd er stjórntæki þeirra sem eru á tindinum. Þekking er vald en leynd takmarkar slíkt vald við fámennan hóp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Nú á dögum líta flestallir Íslendingar á sig sem jafnréttissinna. Sú sjálfsmynd er þó ekki endilega byggð á gildum rökum. Það er a.m.k. þversögn að mörgum af hinum meintu jafnréttissinnum finnst allt í himnalagi í samfélagi þar sem misrétti kynjanna er viðhaldið með kerfisbundnum hætti. Við sjáum birtingarmynd þessa misréttis víða, t.d. í klámi og ofbeldi gegn konum. En undirrót þess er sjálf samfélagsskipanin og ekki síst tekjuskiptingin í samfélagi. Það er staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru einungis rúm 60% af tekjum karla. Þetta hlutfall hefur varla haggast frá því að lög um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna voru samþykkt 1976. Þessi munur er staðreynd en ekki er tekið á vandanum og honum jafnvel afneitað. Með hvers konar talnaspeki er reynt að telja fólki trú um að einungis hluti af þessu bili sé „kynbundinn launamunur" en hitt sé konum sjálfum að kenna fyrir að vinna ekki nógu mikið eða sækjast ekki nógu stíft eftir stjórnunarstöðum. Líkt og það á að vera konum sjálfum að kenna að karlar sem stjórna umræðuþáttum vilja ekki fá þær í viðtöl. Í kjarasamningum og töxtum er ekki til kynbundinn launamunur. Hann er eigi að síður staðreynd og tengist kjörum sem ekki eru hluti af kjarasamningum annars vegar, en hins vegar hefðbundnu vanmati á störfum sem konur sinna að miklu leyti. Laun snúast nefnilega að litlu leyti um framboð og eftirspurn heldur þjóðfélagslegt mat. Það er t.d. verulegt framboð á fólki sem vill gegna stjórnunarstörfum og því lítil ástæða til að greiða stjórnendum ofurlaun þess vegna. Ástæðuna fyrir ofurlaunum stjórnenda má frekar finna í hugmyndaheimi fjármagnseigenda og annarra sem tilheyra valdastéttinni, þeim finnst það einfaldlega eðlilegt að hlutverk launa sé að byggja valdapíramída. Hið sama má segja um kynbundinn launamun. Á honum geta einungis verið tvær skýringar. Annars vegar að konur séu almennt lakari starfsmenn en karlar. Fáir viðurkenna upp á sig slíka skoðun. Hin ástæðan er öllu líklegri; að hann sé hluti af hugmyndafræði ráðandi stétta sem líta ennþá á karlmenn sem „fyrirvinnur" og að sú ráðandi hugmyndafræði móti raunar einnig sjálfsmynd kvenna, sem gera þess vegna hógværar launakröfur. Til þess að viðhalda slíkum hugsunarhætti eru alls konar varnaglar gegn breytingum innbyggðir í kerfið. Einn þeirra er launaleynd. Leynd yfir launum fólks er ekki forsenda þess að stjórnendur geti hækkað afburðastarfsmenn í launum, enda er erfitt fyrir sanngjarnt fólk að amast við því. Á hinn bóginn gerir hún stjórnendum kleift að mismuna fólki í launum út af einhverju öðru en verðleikum, t.d. kynferði. Það blasir við að launaleyndin gerir konum sem vinna hjá einkafyrirtækjum óhægt um vik að sækjast eftir launahækkunum eða launum til jafns við jafnhæfa karlmenn. Það er líka markmið hennar; hún er fyrst og fremst stjórntæki þeirra sem eru á tindinum. Þekking er vald en með leyndinni er slíkt vald takmarkað við fámennan hóp. Launleynd hefur ekkert með persónuvernd eða mannréttindi að gera. Hið sama má raunar segja um leynd almennt. Hlutverk hennar er ævinlega að takmarka upplýsingar við tiltekinn hóp fólks, sem hefur rétt á að vita það sem aðrir vita ekki. Ný forréttindastétt verður til sem hefur þekkinguna á valdi sínu líkt og leyniþjónustur stórvelda vita einar hvað í rauninni á sér stað í alþjóðasamskiptum. Þetta er ástæðan fyrir því að það á að afnema launaleynd þótt sú aðgerð ein og sér muni ekki duga til að útrýma kynbundnum launamun. Önnur nauðsynleg aðgerð er að tryggja jafna stöðu kynjanna í öllum stjórnunarstöðum, hvort sem það er á þingi, innan stjórnkerfisins eða innan stórfyrirtækjanna sem ráða æ meiru um þróun þjóðfélagsins. Það er þversögn að eftir því sem hlutfall kvenna innan hins opinbera geira færist hægt og sígandi upp á við færast æ mikilvægari ákvarðanir til einkageirans þar sem karlveldið fær að ríkja óhindrað. Því miður virðist tregðulögmálið einnig vera að yfirtaka stjórnmálaflokka. Það er sláandi staðreynd að einungis tveir stjórnmálaflokkar hafa tryggt jafna stöðu kynjanna í efstu tveimur sætum framboðslista sinna fyrir næstu kosningar. Hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði eru konur í meirihluta, 7 af 12, en hjá Framsóknarflokknum eru þær 5 af 12. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa einungis 3 konur í efstu 12 sætum hjá sér. Þessi staðreynd ein og sér bendir til þess að jafnrétti kynjanna sé ekki forgangsmál hjá þessum flokkum. Mikilvægari vísbending er þó málefnastaða flokkanna. Þora þeir að gera atlögu að launaleyndinni og misskiptingu stjórnunarstarfa eða ætla þeir að gerast varðhundar um ríkjandi ástand? Launaleynd er stjórntæki þeirra sem eru á tindinum. Þekking er vald en leynd takmarkar slíkt vald við fámennan hóp.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun