Ónefni, stjórnmálaskýringar, leirburður 13. nóvember 2006 18:20 Í gamla daga stoppuðu prestar mestu ónefnin. Mannanafnanefnd hefur fengið það hlutverk. Eitt sinn var algjört stigma að vera með skrítið nafn, slíkum börnum var strítt og líf þeirra lagt í rúst, en nú eru svo margir með furðuleg og fáránleg nöfn að þau falla kannski bara í fjöldann. Foreldrar mega velja nöfn á börnin sín fyrir mér - en það þarf samt ekki að halda því fram að þeim sé öllum treystandi til þess. Mér er eiginlega meira umhugað um þann íslenska sið að kenna sig við föður. Í útlöndum er þetta til sífelldra vandræða. Maður ferðast um með barn sem heitir ekki sama nafni og maður sjálfur. Verðir á landamærum reka upp stór augu. Er þetta stolið barn? Það bætir ekki úr skák á móðirin heitir líka allt öðru nafni. Það er bannað með lögum á Íslandi að taka upp ný ættarnöfn. Hefur verið svo síðan 1925. Frammámenn þeirra tíma vildu standa vörð um gamla kerfið sem dó út á Norðurlöndunum á miðöldum. Ættarnöfn sóttu mjög á alla 19. öldina, sérstaklega hjá fína fólkinu. Við sem urðum fín miklu síðar - já, kannski bara í gær - megum hins vegar ekki bera ættarnöfn. Verst er þó þegar fólk fer að kenna sig við bæði föður sinn og móður. Sara Dögg Bjarts- og Ilmardóttir eða eitthvað svoleiðis. --- --- --- Tveir mestu þungaviktarmenn í íslenskum stjórnmálaheimi túlka prófkjör helgarinnar. Össuri Skarphéðinssyni tekst að skrifa langan pistil um prófkjör Samfylkingarinnar án þess að nefna svilkonu sína Ingibjörgu Sólrúnu nokkurn tíma á nafn. Og Þorsteinn Pálsson, fyrrum leiðtogi sjálfstæðismanna á Suðurlandi, skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem honum tekst hið ótrúlega - að nefna ekki Árna Johnsen. Þorsteinn er hins vegar á því að mestu tíðindin felist í góðri kosningu Bjarna Benediktssonar í Kraganum. Ahemm. Þorsteinn er líklega í afneitun en hvað vakir fyrir Össuri? Er ástandið virkilega svona slæmt í Samfylkingunni? Össur er í skjallbandalagi við Björn Inga Hrafnsson sem skemmtir sér yfir slakri kosningu Sólrúnar, en einn besti vinur hans er Hrafn Jökulsson sem beinlínis dansar af kæti yfir þessu. --- --- ---Björn Bjarnason vitnar á heimasíðu sinni í svohljóðandi kvæði eftir Matthías Johannessen. Skrifar eins og þetta eigi að vera voða magnað:Það er vegið að þeim sem vitja síns tíma með dug eins og vandræðaskáld sem telur sjálfum sér borgið en það er víst erfitt að komast á krassandi flug í kastljósi frétta og venja sig sífellt við orgið í álitsgjöfum sem hatast við annarra hug og halda í gislingu þjóð sem ráfar um torgið þar sem frelsið er iðkað og afskræmt eins og gengur og enginn veðjar á frelsisgyðjuna lengur. Nú bið ég þá að rétta upp hönd sem finnst þetta góður kveðskapur. Ekki? Nei, þetta er hnoð og hugsunin flatneskja. Maður þarf ekki að bera mikið skynbragð á bókmenntir til að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Í gamla daga stoppuðu prestar mestu ónefnin. Mannanafnanefnd hefur fengið það hlutverk. Eitt sinn var algjört stigma að vera með skrítið nafn, slíkum börnum var strítt og líf þeirra lagt í rúst, en nú eru svo margir með furðuleg og fáránleg nöfn að þau falla kannski bara í fjöldann. Foreldrar mega velja nöfn á börnin sín fyrir mér - en það þarf samt ekki að halda því fram að þeim sé öllum treystandi til þess. Mér er eiginlega meira umhugað um þann íslenska sið að kenna sig við föður. Í útlöndum er þetta til sífelldra vandræða. Maður ferðast um með barn sem heitir ekki sama nafni og maður sjálfur. Verðir á landamærum reka upp stór augu. Er þetta stolið barn? Það bætir ekki úr skák á móðirin heitir líka allt öðru nafni. Það er bannað með lögum á Íslandi að taka upp ný ættarnöfn. Hefur verið svo síðan 1925. Frammámenn þeirra tíma vildu standa vörð um gamla kerfið sem dó út á Norðurlöndunum á miðöldum. Ættarnöfn sóttu mjög á alla 19. öldina, sérstaklega hjá fína fólkinu. Við sem urðum fín miklu síðar - já, kannski bara í gær - megum hins vegar ekki bera ættarnöfn. Verst er þó þegar fólk fer að kenna sig við bæði föður sinn og móður. Sara Dögg Bjarts- og Ilmardóttir eða eitthvað svoleiðis. --- --- --- Tveir mestu þungaviktarmenn í íslenskum stjórnmálaheimi túlka prófkjör helgarinnar. Össuri Skarphéðinssyni tekst að skrifa langan pistil um prófkjör Samfylkingarinnar án þess að nefna svilkonu sína Ingibjörgu Sólrúnu nokkurn tíma á nafn. Og Þorsteinn Pálsson, fyrrum leiðtogi sjálfstæðismanna á Suðurlandi, skrifar leiðara í Fréttablaðið þar sem honum tekst hið ótrúlega - að nefna ekki Árna Johnsen. Þorsteinn er hins vegar á því að mestu tíðindin felist í góðri kosningu Bjarna Benediktssonar í Kraganum. Ahemm. Þorsteinn er líklega í afneitun en hvað vakir fyrir Össuri? Er ástandið virkilega svona slæmt í Samfylkingunni? Össur er í skjallbandalagi við Björn Inga Hrafnsson sem skemmtir sér yfir slakri kosningu Sólrúnar, en einn besti vinur hans er Hrafn Jökulsson sem beinlínis dansar af kæti yfir þessu. --- --- ---Björn Bjarnason vitnar á heimasíðu sinni í svohljóðandi kvæði eftir Matthías Johannessen. Skrifar eins og þetta eigi að vera voða magnað:Það er vegið að þeim sem vitja síns tíma með dug eins og vandræðaskáld sem telur sjálfum sér borgið en það er víst erfitt að komast á krassandi flug í kastljósi frétta og venja sig sífellt við orgið í álitsgjöfum sem hatast við annarra hug og halda í gislingu þjóð sem ráfar um torgið þar sem frelsið er iðkað og afskræmt eins og gengur og enginn veðjar á frelsisgyðjuna lengur. Nú bið ég þá að rétta upp hönd sem finnst þetta góður kveðskapur. Ekki? Nei, þetta er hnoð og hugsunin flatneskja. Maður þarf ekki að bera mikið skynbragð á bókmenntir til að sjá það.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun