Markmiðið er góður leikur 3. september 2006 21:55 Í síðustu viku var Samkeppnisstofnun gerð afturreka með úrskurð um kaup Dagsbrúnar, móðurfélags Fréttablaðisins, á Senu sem áður hét Skífan. Áfrýjunarnefnd vísaði málinu frá á þeim grundvelli að réttur eins málsaðila til andmæla hefði ekki verið virtur. Sú niðurstaða er endanleg og sameiningin heimiluð, án þess að fyllilega hafi verið tekin afstaða til þess efnislega hvort kaupin samræmdust markmiðum samkeppnislaga um heilbrigðan markað og samkeppni. Slíkt getur varla talist gott. Það sem er athyglisvert við þessa niðurstöðu er að hún varpar ljósi á veikleika í lögum sem leiða til þess að mistök í framkvæmd úrskurðar slá mál út af borðinu. Markmiðið með því að setja stjórnvöldum skorður í framgöngu sinni við rannsókn mála er gott og gilt. Þar er horft til þess að óvissa sem skapast af löngu ferli getur valdið fyrirtækjum miklum skaða og jafnvel leitt til gjaldþrota. Hraði í afgreiðslu er því mikilvæg dyggð í vinnu eftirlitsstofnana. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar mál geta fallið á einu tækniatriði, án þess að nokkur möguleiki sé að gera bragarbót á. Eins og það er flestum ljóst að hugleiðingar um að reyna að klastra saman fyrsta ákærulið í Baugsmálinu í þriðja sinn voru fáránlegar, þá er jafn ljóst að sú óefnislega niðurstaða af kaupunum á Senu er engum til góðs. Það að mál geti fallið á einföldum tækniatriðum býður heim hættu á spillingu. Umræðan snýst gjarnan með þeim hætti að eftirlitsaðilar séu varðliðar réttlætis og sanngirni meðan fyrirtæki landsins séu samansafn gráðugra villimanna sem svífist einskis í að skara eld að eigin köku. Þessi mynd er afar takmörkuð. Staðreyndin er sú að upp til hópa er fólk heiðarlegt og vill vinna til gagns fyrir samfélag sitt. Inn á milli slæðist svo alltaf einn og einn sem verður hált á svelli dyggðanna og það gildir auðvitað jafnt um fyrirtæki og opinbera embættismenn. Óleiðréttanleg mistök gætu við einhverjar kringumstæður orðið freisting spilltum embættismanni, þegar miklir hagsmunir eru í húfi. Þegar horft er til eftirlits og refsinga er mikilvægt að horfa til markmiða eftirlitsins. Markmið umferðarlögreglu er slysalaus umferð, ekki fjöldi sektaðra. Markmið samkeppnisyfirvalda er virkur markaður, ekki fjöldi sektaðra. Sama má segja um aðrar eftirlitsstofnanir, rannsóknar- og ákæruvald. Bestu kennararnir þurfa aldrei að hækka róminn. Þar ríkir virðing og agi án þess að valdi eða desibilum sé nokkru sinni beitt. Þannig eru líka bestu knattspyrnudómararnir þeir sem láta leikinn ganga og þurfa ekki að grípa til gulu og rauðu spjaldanna. Of mikill fjöldi þeirra er venjulega til marks um að tökin á leiknum hafi tapast. Sama gildir um allt eftirlit á markaði. Það að fá mál komi til kasta dómstóla er ekki eitt og sér merki um aðgerðaleysi eftirlitsins, heldur allt eins að virðing sé borin fyrir leikreglum. Sú virðing þarf auðvitað að sem mestu leyti að koma frá leikmönnunum sjálfum. Þannig eru þó nokkur dæmi um taumhald af óskráðum reglum sem engin viðurlög fylgja. Einfaldlega vegna þess að nógu mikil virðing er fyrir þeim borin og þeir sem ganga gegn þeim dæma sig sjálfir fyrr eða síðar úr leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í síðustu viku var Samkeppnisstofnun gerð afturreka með úrskurð um kaup Dagsbrúnar, móðurfélags Fréttablaðisins, á Senu sem áður hét Skífan. Áfrýjunarnefnd vísaði málinu frá á þeim grundvelli að réttur eins málsaðila til andmæla hefði ekki verið virtur. Sú niðurstaða er endanleg og sameiningin heimiluð, án þess að fyllilega hafi verið tekin afstaða til þess efnislega hvort kaupin samræmdust markmiðum samkeppnislaga um heilbrigðan markað og samkeppni. Slíkt getur varla talist gott. Það sem er athyglisvert við þessa niðurstöðu er að hún varpar ljósi á veikleika í lögum sem leiða til þess að mistök í framkvæmd úrskurðar slá mál út af borðinu. Markmiðið með því að setja stjórnvöldum skorður í framgöngu sinni við rannsókn mála er gott og gilt. Þar er horft til þess að óvissa sem skapast af löngu ferli getur valdið fyrirtækjum miklum skaða og jafnvel leitt til gjaldþrota. Hraði í afgreiðslu er því mikilvæg dyggð í vinnu eftirlitsstofnana. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar mál geta fallið á einu tækniatriði, án þess að nokkur möguleiki sé að gera bragarbót á. Eins og það er flestum ljóst að hugleiðingar um að reyna að klastra saman fyrsta ákærulið í Baugsmálinu í þriðja sinn voru fáránlegar, þá er jafn ljóst að sú óefnislega niðurstaða af kaupunum á Senu er engum til góðs. Það að mál geti fallið á einföldum tækniatriðum býður heim hættu á spillingu. Umræðan snýst gjarnan með þeim hætti að eftirlitsaðilar séu varðliðar réttlætis og sanngirni meðan fyrirtæki landsins séu samansafn gráðugra villimanna sem svífist einskis í að skara eld að eigin köku. Þessi mynd er afar takmörkuð. Staðreyndin er sú að upp til hópa er fólk heiðarlegt og vill vinna til gagns fyrir samfélag sitt. Inn á milli slæðist svo alltaf einn og einn sem verður hált á svelli dyggðanna og það gildir auðvitað jafnt um fyrirtæki og opinbera embættismenn. Óleiðréttanleg mistök gætu við einhverjar kringumstæður orðið freisting spilltum embættismanni, þegar miklir hagsmunir eru í húfi. Þegar horft er til eftirlits og refsinga er mikilvægt að horfa til markmiða eftirlitsins. Markmið umferðarlögreglu er slysalaus umferð, ekki fjöldi sektaðra. Markmið samkeppnisyfirvalda er virkur markaður, ekki fjöldi sektaðra. Sama má segja um aðrar eftirlitsstofnanir, rannsóknar- og ákæruvald. Bestu kennararnir þurfa aldrei að hækka róminn. Þar ríkir virðing og agi án þess að valdi eða desibilum sé nokkru sinni beitt. Þannig eru líka bestu knattspyrnudómararnir þeir sem láta leikinn ganga og þurfa ekki að grípa til gulu og rauðu spjaldanna. Of mikill fjöldi þeirra er venjulega til marks um að tökin á leiknum hafi tapast. Sama gildir um allt eftirlit á markaði. Það að fá mál komi til kasta dómstóla er ekki eitt og sér merki um aðgerðaleysi eftirlitsins, heldur allt eins að virðing sé borin fyrir leikreglum. Sú virðing þarf auðvitað að sem mestu leyti að koma frá leikmönnunum sjálfum. Þannig eru þó nokkur dæmi um taumhald af óskráðum reglum sem engin viðurlög fylgja. Einfaldlega vegna þess að nógu mikil virðing er fyrir þeim borin og þeir sem ganga gegn þeim dæma sig sjálfir fyrr eða síðar úr leik.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun