Ríkisstjórnin rói með Seðlabankanum 20. maí 2006 00:01 Stýrivextir Seðlabankans eru komnir í 12,25 prósent og eiga að öllum líkindum eftir að fara hærra. Hækkun stýrivaxta er viðbragð við efnahagsástandi í landinu og því sem framundan er. Seðlabankinn hefur skýrar forsendur fyrir ákvörðunum sínum sem eru að koma verðbólgunni niður. Þar liggja hagsmunir almennings sem er með stærstan hluta skulda sinna í verðtryggðum lánum. Af tvennu illu er betra að vera rekinn til þess að borga upp yfirdráttinn sinn með háum skammtímavöxtum, heldur en að verðtryggðar húsnæðisskuldir í stjarfræðilegar hæðir sem afleiðingu óðaverðbólgu. Við ákvörðun sína á stýrivöxtum beitir Seðlabankinn greiningu út frá helstu tölulegu upplýsingum og viðurkenndum kenningum hagfræðinnar. Að sönnu er ekkert af þessu fullkomið, en annað er ekki að hafa. Eftir því sem stýrivextir hafa farið hærra hafa úrtölumenn hækkanna vaxtanna hrópað hærra á torgum. Þar er fullyrt að stýrivextirnir virki ekki vegna víðtækrar verðtryggingar. Hagsmunaaðilar telja einnig að of langt sé gengið. Spjótum er því beint að Seðlabankanum og hann gagnrýndur fyrir vaxtaákvarðanir. Þarna er bakarinn hengdur í stað smiðsins. Það sem verra er smiðurinn hefur á köflum hrópað með. Það er gagnrýni vert að forsætisráðherra skuli hvað eftir annað gefa út yfirlýsingar um að nóg sé komið að vaxtahækkunum. Slíkt er einungis til þess fallið að væntingar á markaði vinni gegn markmiðum Seðlabankans. Niðurstaðan af slíku getur aldrei orðið önnur en að Seðlabankinn þurfi að herða tök sín frekar en ella. Réttmætasta gagnrýnin á vaxtastigið í landinu hefur komið frá Alþýðusambandinu. Sú gagnrýni beinist í rétta átt. Þar er bent á þá einföldu staðreynt að stjórn ríkisfjármála hefur ekki unnið með vaxtastefnu Seðlabankans. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt ábyrgð í samningum til að vinna að stöðugleika í samfélaginu. Kæruleysi stjórnvalda hefur hins vegar verið meira en réttlætanlegt er. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar munu eiga erfitt með að halda aftur af kröfunum ef heldur fram sem horfir. Það skapar hættu á kunnuglegum spíral víxlhækkana verðlags og launa. Óðaverðbólgu. Mikilvægt er því að ríkisstjórnin sendi skýr skilaboð um að fastar verði tekið á. Stilla þarf í hóf framtíðarvæntingum í hagkerfinu. Skuldsetning vegna óraunsærrar bjartsýni getur valdið miklu tjóni. Stjórnvöld bera ábyrgð á svigrúmi til einkaneyslu og væntingum sem heimili og fyritæki byggja ákvarðanir sínar á. Forysta ríkisstjórnarinnar á að róa með Seðlabankanum og hætta að tala gegn honum. Verði hér hörð lending er það ekki vegna Seðlabankans heldur þrátt fyrir hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stýrivextir Seðlabankans eru komnir í 12,25 prósent og eiga að öllum líkindum eftir að fara hærra. Hækkun stýrivaxta er viðbragð við efnahagsástandi í landinu og því sem framundan er. Seðlabankinn hefur skýrar forsendur fyrir ákvörðunum sínum sem eru að koma verðbólgunni niður. Þar liggja hagsmunir almennings sem er með stærstan hluta skulda sinna í verðtryggðum lánum. Af tvennu illu er betra að vera rekinn til þess að borga upp yfirdráttinn sinn með háum skammtímavöxtum, heldur en að verðtryggðar húsnæðisskuldir í stjarfræðilegar hæðir sem afleiðingu óðaverðbólgu. Við ákvörðun sína á stýrivöxtum beitir Seðlabankinn greiningu út frá helstu tölulegu upplýsingum og viðurkenndum kenningum hagfræðinnar. Að sönnu er ekkert af þessu fullkomið, en annað er ekki að hafa. Eftir því sem stýrivextir hafa farið hærra hafa úrtölumenn hækkanna vaxtanna hrópað hærra á torgum. Þar er fullyrt að stýrivextirnir virki ekki vegna víðtækrar verðtryggingar. Hagsmunaaðilar telja einnig að of langt sé gengið. Spjótum er því beint að Seðlabankanum og hann gagnrýndur fyrir vaxtaákvarðanir. Þarna er bakarinn hengdur í stað smiðsins. Það sem verra er smiðurinn hefur á köflum hrópað með. Það er gagnrýni vert að forsætisráðherra skuli hvað eftir annað gefa út yfirlýsingar um að nóg sé komið að vaxtahækkunum. Slíkt er einungis til þess fallið að væntingar á markaði vinni gegn markmiðum Seðlabankans. Niðurstaðan af slíku getur aldrei orðið önnur en að Seðlabankinn þurfi að herða tök sín frekar en ella. Réttmætasta gagnrýnin á vaxtastigið í landinu hefur komið frá Alþýðusambandinu. Sú gagnrýni beinist í rétta átt. Þar er bent á þá einföldu staðreynt að stjórn ríkisfjármála hefur ekki unnið með vaxtastefnu Seðlabankans. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt ábyrgð í samningum til að vinna að stöðugleika í samfélaginu. Kæruleysi stjórnvalda hefur hins vegar verið meira en réttlætanlegt er. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar munu eiga erfitt með að halda aftur af kröfunum ef heldur fram sem horfir. Það skapar hættu á kunnuglegum spíral víxlhækkana verðlags og launa. Óðaverðbólgu. Mikilvægt er því að ríkisstjórnin sendi skýr skilaboð um að fastar verði tekið á. Stilla þarf í hóf framtíðarvæntingum í hagkerfinu. Skuldsetning vegna óraunsærrar bjartsýni getur valdið miklu tjóni. Stjórnvöld bera ábyrgð á svigrúmi til einkaneyslu og væntingum sem heimili og fyritæki byggja ákvarðanir sínar á. Forysta ríkisstjórnarinnar á að róa með Seðlabankanum og hætta að tala gegn honum. Verði hér hörð lending er það ekki vegna Seðlabankans heldur þrátt fyrir hann.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun