Algjörlega siðlaust 1. nóvember 2005 19:48 Viss flökurleiki grípur mann yfir afkomutölum bankanna; í landi þar sem tíðkast viðurstyggilegir okurvextir. Þetta er ekki sniðugt lengur – einn bankastjórinn kom svo brosandi í fréttunum áðan og sagði að það væri voða eðlilegt að hann fengi árslaun 200 gjaldkera í aukaþóknun. Síðast þegar þetta gerðist fór Davíð Oddsson í KB-banka og tók út spariféð sitt. Lét þau orð falla að þetta væri algjörlega siðlaust – það gustaði af Davíð þegar hann stormaði í bankann þennan vetrardag fyrir tveimur árum. Bankastjórarnir komu herptir í framan í sjónvarpið; hættu við að taka við peningunum – svona í bili. En þeir lærðu auðvitað ekki neina lexíu. Gengur betur næst, hugsuðu þeir. Nú saknar maður þess að einhver mótmæli. --- --- --- Fjármálastofnanir hafa komið sér upp kerfi afkomutengdra launa fyrir yfirmenn; þarna er ákveðinn hópur manna sem stendur í stórkostlegri sjálftöku fyrir sig og sína. Þetta er mjög umdeilt fyrirkomulag víða í heiminum; út af þessu hafa laun stjórnenda margfaldast, en almenningur skynjar þetta eins og rán – líkt og kerfið snúist um að halda uppi ræningjaflokkum. Þetta ástand byggir á því að allt sé á fleygiferð, að eilíflega sé verið að stækka og færa út kvíarnar. Um daginn fékk ég bréf frá konu sem þekkir vel til í viðskiptalífinu. Hún skrifar meðal annars: "Hér dettur engum í hug að gagnrýna þetta fyrirbrigði. Ofurlaun og árangurstengingar eru "sannleikurinn" og allir virðast sammála um að líta þannig á. Hvert mun slíkt viðhorf leiða okkur til lengri tíma? Hversu lengi geta einstaklingarnir sem kaupa og selja hlutabréf sín á markaði hér grætt eins mikið á skömmum tíma og þeir hafa verið að gera undanfarið? Hvað mun gerast þegar hægist um? Hvernig fer fyrir fyrirtækjunum þegar ekki er lengur hægt að kreista út úr þeim það fjármagn sem fjármagnseigendurnir krefjast? Í þessu sambandi get ég nefnt að það er mjög merkileg reynsla að starfa í viðskiptalífinu íslenska í dag þar sem enginn virðist lengur hafa áhuga á því að reka fyrirtæki. Fókusinn er á að breyta rekstrinum þannig að hægt sé að selja hann aftur með nægilegum arði. Sem sagt að ná eins miklum peningum út úr fyrirtækinu og hægt er á sem skemmstum tíma." --- --- --- Jón Steinsson, sá bráðgáfaði ungi hagfræðingur, skrifar á Deigluvefinn og segir að stefna Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarmálum sé flokknum til skammar. Ennfremur sé hún í hrópandi ósamræmi við stefnu flokksins í öðrum málum; þegar landbúnaðurinn sé annars vegar sé ekki hægt að sjá neinn mun á afturhaldinu í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Nú vill svo til að sjálfur Davíð Oddsson gekk fram fyrir skjöldu á landsfundinum fyrir hálfum mánuði og mælti sterklega gegn því að samþykkt yrði ályktun um að aflétta verndarstefnu í landbúnaði, fella niður tolla og afnema styrki. Fór svo að málið var tekið út af dagskrá fundarins. Þetta er kannski ekki eins einfalt og það virðist. Málið snýst ekki bara um hag neytenda og frjáls viðskipti. Meðan stórar verslunarkeðjur, sem hafa svo mikla einokunarstöðu að slíkt þekkist ekki annars staðar, ráða öllu á íslenska markaðnum er að sumu leyti erfitt að taka landbúnaðinn undan verndarvæng ríkisins. Bændastéttin yrði þá undireins upp á náð og miskunn stórverslananna komin – þær annast sölu á mestöllum afurðunum og gætu ákveðið kjör og skilmála nánast upp á sitt einsdæmi. Dæmi frá öðrum löndum sýna að þetta getur verið ójafn leikur. --- --- --- Ég var í afmæli hjá Hrafni Jökulssyni áðan. Þar var náttúrlega mikið stórmenni: Össur, Björgólfur eldri, Jóhannes í Bónus, Vilhjálmur Þ, Sigurður Pálsson, Jóhanna, mamma Hrafns. Svo voru aðrir minna þekktir. Kári reyndi að ryðjast upp á svið meðan á ræðunum stóð; minnti á þegar hann ætlaði einu sinni að klifra upp á bifreið forseta Íslands og rífa af honum fánann. Þetta var við opnun sýningar niður í bæ. Enginn viðstaddra gerði neina tilraun til að stöðva barnið. Annars var þetta fínt boð. Einn veislugesta hvíslaði að mér að hann hefði ekki áður séð jafnstóran hóp landlausra krata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Viss flökurleiki grípur mann yfir afkomutölum bankanna; í landi þar sem tíðkast viðurstyggilegir okurvextir. Þetta er ekki sniðugt lengur – einn bankastjórinn kom svo brosandi í fréttunum áðan og sagði að það væri voða eðlilegt að hann fengi árslaun 200 gjaldkera í aukaþóknun. Síðast þegar þetta gerðist fór Davíð Oddsson í KB-banka og tók út spariféð sitt. Lét þau orð falla að þetta væri algjörlega siðlaust – það gustaði af Davíð þegar hann stormaði í bankann þennan vetrardag fyrir tveimur árum. Bankastjórarnir komu herptir í framan í sjónvarpið; hættu við að taka við peningunum – svona í bili. En þeir lærðu auðvitað ekki neina lexíu. Gengur betur næst, hugsuðu þeir. Nú saknar maður þess að einhver mótmæli. --- --- --- Fjármálastofnanir hafa komið sér upp kerfi afkomutengdra launa fyrir yfirmenn; þarna er ákveðinn hópur manna sem stendur í stórkostlegri sjálftöku fyrir sig og sína. Þetta er mjög umdeilt fyrirkomulag víða í heiminum; út af þessu hafa laun stjórnenda margfaldast, en almenningur skynjar þetta eins og rán – líkt og kerfið snúist um að halda uppi ræningjaflokkum. Þetta ástand byggir á því að allt sé á fleygiferð, að eilíflega sé verið að stækka og færa út kvíarnar. Um daginn fékk ég bréf frá konu sem þekkir vel til í viðskiptalífinu. Hún skrifar meðal annars: "Hér dettur engum í hug að gagnrýna þetta fyrirbrigði. Ofurlaun og árangurstengingar eru "sannleikurinn" og allir virðast sammála um að líta þannig á. Hvert mun slíkt viðhorf leiða okkur til lengri tíma? Hversu lengi geta einstaklingarnir sem kaupa og selja hlutabréf sín á markaði hér grætt eins mikið á skömmum tíma og þeir hafa verið að gera undanfarið? Hvað mun gerast þegar hægist um? Hvernig fer fyrir fyrirtækjunum þegar ekki er lengur hægt að kreista út úr þeim það fjármagn sem fjármagnseigendurnir krefjast? Í þessu sambandi get ég nefnt að það er mjög merkileg reynsla að starfa í viðskiptalífinu íslenska í dag þar sem enginn virðist lengur hafa áhuga á því að reka fyrirtæki. Fókusinn er á að breyta rekstrinum þannig að hægt sé að selja hann aftur með nægilegum arði. Sem sagt að ná eins miklum peningum út úr fyrirtækinu og hægt er á sem skemmstum tíma." --- --- --- Jón Steinsson, sá bráðgáfaði ungi hagfræðingur, skrifar á Deigluvefinn og segir að stefna Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarmálum sé flokknum til skammar. Ennfremur sé hún í hrópandi ósamræmi við stefnu flokksins í öðrum málum; þegar landbúnaðurinn sé annars vegar sé ekki hægt að sjá neinn mun á afturhaldinu í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Nú vill svo til að sjálfur Davíð Oddsson gekk fram fyrir skjöldu á landsfundinum fyrir hálfum mánuði og mælti sterklega gegn því að samþykkt yrði ályktun um að aflétta verndarstefnu í landbúnaði, fella niður tolla og afnema styrki. Fór svo að málið var tekið út af dagskrá fundarins. Þetta er kannski ekki eins einfalt og það virðist. Málið snýst ekki bara um hag neytenda og frjáls viðskipti. Meðan stórar verslunarkeðjur, sem hafa svo mikla einokunarstöðu að slíkt þekkist ekki annars staðar, ráða öllu á íslenska markaðnum er að sumu leyti erfitt að taka landbúnaðinn undan verndarvæng ríkisins. Bændastéttin yrði þá undireins upp á náð og miskunn stórverslananna komin – þær annast sölu á mestöllum afurðunum og gætu ákveðið kjör og skilmála nánast upp á sitt einsdæmi. Dæmi frá öðrum löndum sýna að þetta getur verið ójafn leikur. --- --- --- Ég var í afmæli hjá Hrafni Jökulssyni áðan. Þar var náttúrlega mikið stórmenni: Össur, Björgólfur eldri, Jóhannes í Bónus, Vilhjálmur Þ, Sigurður Pálsson, Jóhanna, mamma Hrafns. Svo voru aðrir minna þekktir. Kári reyndi að ryðjast upp á svið meðan á ræðunum stóð; minnti á þegar hann ætlaði einu sinni að klifra upp á bifreið forseta Íslands og rífa af honum fánann. Þetta var við opnun sýningar niður í bæ. Enginn viðstaddra gerði neina tilraun til að stöðva barnið. Annars var þetta fínt boð. Einn veislugesta hvíslaði að mér að hann hefði ekki áður séð jafnstóran hóp landlausra krata.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun