Hefð til að halda í 26. júlí 2005 00:01 Hinn árlegi "glaðningur", skattseðillinn, er væntanlegur inn um bréflúgur landsmanna í lok vikunnar. Strax á morgun geta netvædd heimili skoðað álagningu ársins á þjónustusíðu ríkisskattstjóra. Líklegt er að þetta verði einhverjum tilefni til að kyrja þann söng, sem heyrst hefur á þessum tíma undanfarin ár, að álagningarseðla eigi ekki að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að taka undir það. Þvert á móti er full ástæða til þess að skattayfirvöld haldi í heiðri þær hefðir í þessu efni sem skapast hafa á undanförnum áratugum. Skattstjórar um land allt hafa um langt árabil haft það fyrir sið að taka saman lista með nöfnum þeirra skattgreiðenda, einstaklinga og félaga, sem hæst gjöld greiða í hverju umdæmi, þegar álagningarseðlar eru birtir. Engin lagafyrirmæli eru um þetta, heldur er hér um hefð að ræða sem orðin er aldargömul. Þá hafa skattstjórar við sama tækifæri jafnframt látið álagningarskrár hvers umdæmis liggja frammi á viðkomandi skattstofum, þannig að almenningi hefur gefist tækifæri til að bera skatta sína saman við skatta annarra og afla fróðleiks um hvernig álagningu er háttað hjá öðrum. Fyrir þessum sið er ótvíræð lagaheimild. Þeir sem gagnrýna opinbera birtingu álagningarskráa telja að í þeim séu upplýsingar um viðkvæm einkamálefni sem rétt sé að leynt fari. Í því sambandi er gjarnan bent á að í upplýsingalögum eru undanþágur frá því að gera gögn opinber helst byggðar á því að um fjárhagsleg málefni sé að ræða og séu þau þess eðlis að þau eigi ekki erindi við almenning. Þá hefur líka verið bent á að upphaflega hafi álagningarskrár verið gerðar opinberar vegna þess að skattgreiðendum var heimilt að kæra álagningu annarra, en sú heimild sé ekki lengur fyrir hendi. Þessi sjónarmið eru út af fyrir sig góðra gjalda verð, en hitt vegur þó þyngra að eðlismunur er á upplýsingum um skattgreiðslur og ýmis önnur fjárhagsleg málefni, svo sem launagreiðslur. Skattgreiðslur eru framlag hvers og eins til reksturs samfélagsins. Upplýsingar um þær hafa almennt aðhaldsgildi gagnvart stjórnvöldum, skattayfirvöldum og skattgreiðendum. Þær eru líka til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu og draga úr tortryggni. Ef eitthvað er hefur á undanförnum árum orðið ríkari ástæða en áður til að gera álagningarskrár opinberar. Þetta stafar ekki síst af þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á skattalögum, en þær hafa leitt til þess að æ fleiri komast hjá því að greiða hinn almenna 40% tekjuskatt launafólks og greiða í staðinn mun lægri fyrirtækja- eða fjármagnsskatt. Í sjálfu sér eru þessar breytingar á skattkerfinu ekki óeðlilegar en þær hafa skapað ákveðna efasemdir meðal almennings um að allir séu jafnir þegar um skattgreiðslur er að ræða. Allt pukur með álagningu skatta er til þess fallið að skaða skattkerfið og tiltrú á því. Þess vegna eiga álagningarskrár hér eftir sem hingað til að vera opinber gögn með þeim hætti sem tíðkast hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hinn árlegi "glaðningur", skattseðillinn, er væntanlegur inn um bréflúgur landsmanna í lok vikunnar. Strax á morgun geta netvædd heimili skoðað álagningu ársins á þjónustusíðu ríkisskattstjóra. Líklegt er að þetta verði einhverjum tilefni til að kyrja þann söng, sem heyrst hefur á þessum tíma undanfarin ár, að álagningarseðla eigi ekki að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að taka undir það. Þvert á móti er full ástæða til þess að skattayfirvöld haldi í heiðri þær hefðir í þessu efni sem skapast hafa á undanförnum áratugum. Skattstjórar um land allt hafa um langt árabil haft það fyrir sið að taka saman lista með nöfnum þeirra skattgreiðenda, einstaklinga og félaga, sem hæst gjöld greiða í hverju umdæmi, þegar álagningarseðlar eru birtir. Engin lagafyrirmæli eru um þetta, heldur er hér um hefð að ræða sem orðin er aldargömul. Þá hafa skattstjórar við sama tækifæri jafnframt látið álagningarskrár hvers umdæmis liggja frammi á viðkomandi skattstofum, þannig að almenningi hefur gefist tækifæri til að bera skatta sína saman við skatta annarra og afla fróðleiks um hvernig álagningu er háttað hjá öðrum. Fyrir þessum sið er ótvíræð lagaheimild. Þeir sem gagnrýna opinbera birtingu álagningarskráa telja að í þeim séu upplýsingar um viðkvæm einkamálefni sem rétt sé að leynt fari. Í því sambandi er gjarnan bent á að í upplýsingalögum eru undanþágur frá því að gera gögn opinber helst byggðar á því að um fjárhagsleg málefni sé að ræða og séu þau þess eðlis að þau eigi ekki erindi við almenning. Þá hefur líka verið bent á að upphaflega hafi álagningarskrár verið gerðar opinberar vegna þess að skattgreiðendum var heimilt að kæra álagningu annarra, en sú heimild sé ekki lengur fyrir hendi. Þessi sjónarmið eru út af fyrir sig góðra gjalda verð, en hitt vegur þó þyngra að eðlismunur er á upplýsingum um skattgreiðslur og ýmis önnur fjárhagsleg málefni, svo sem launagreiðslur. Skattgreiðslur eru framlag hvers og eins til reksturs samfélagsins. Upplýsingar um þær hafa almennt aðhaldsgildi gagnvart stjórnvöldum, skattayfirvöldum og skattgreiðendum. Þær eru líka til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu og draga úr tortryggni. Ef eitthvað er hefur á undanförnum árum orðið ríkari ástæða en áður til að gera álagningarskrár opinberar. Þetta stafar ekki síst af þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á skattalögum, en þær hafa leitt til þess að æ fleiri komast hjá því að greiða hinn almenna 40% tekjuskatt launafólks og greiða í staðinn mun lægri fyrirtækja- eða fjármagnsskatt. Í sjálfu sér eru þessar breytingar á skattkerfinu ekki óeðlilegar en þær hafa skapað ákveðna efasemdir meðal almennings um að allir séu jafnir þegar um skattgreiðslur er að ræða. Allt pukur með álagningu skatta er til þess fallið að skaða skattkerfið og tiltrú á því. Þess vegna eiga álagningarskrár hér eftir sem hingað til að vera opinber gögn með þeim hætti sem tíðkast hefur.