Jónas á ensku á Laugardalsvelli 4. apríl 2005 00:01 Eftir tvö ár, 2007, verða liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Þá getum við haldið svona hátíð eins og Danir héldu vegna H.C. Andersen á laugardaginn - okkar hátíð yrði á Laugardalsvelli eða í Egilshöll og sjónvarpað um gervihnött út um allan heim. Slæmt er þó að afmælisdagur Jónasar skuli líka vera dagur íslenskrar tungu - því gæti orðið dálítið vandræðalegt að hafa alla dagskrána á ensku líkt og Danirnir gerðu. Þeir kölluðu þetta H.C. Andersen show. Annars var þessi hátíð Dananna á laugardagskvöldið eitthvað það hallærislegasta sem maður hefur séð. Olivia Newton John að syngja lag úr Grease, útbrunni norski popparinn Morten Harket, Jean Michael Jarré með skemmtarann, kórar að syngja lög sem minntu á Andrew Lloyd Webber. Þetta var agalegt. --- --- --- Salan á símanum er í umræðu; enn fer hún mestanpart fram í lekum til fjölmiðla. Þetta minnir mig samt svolítið á þegar ég sótti um starf sem fréttamaður hjá sjónvarpinu, einhvern tíma fyrir 1990. Þá var Ingvi Hrafn fréttastjóri. Ég sendi inn umsókn, var boðaður í próf upp í sjónvarpshús eitt kvöldið. Þegar ég kom í húsið sá ég að Hallur Hallsson snaraðist með bros á vör út úr lyftunni - það var í gangi orðrómur um að hann ætti að fá djobbið. Ég staðnæmdist, hugsaði mig aðeins um og sneri svo við. Hallur var auðvitað ráðinn. --- --- --- Nú er búið að ráða Óðin Jónsson sem fréttastjóra á útvarpinu. Óðinn er ágætur fréttamaður og ég vil ekki kasta rýrð á hann - ég hafði reyndar veðjað á að hann fengi stöðuna áður en skrípaleikurinn með Auðun Georg hófst. Þessi ráðning er samt pólitísk að því leyti að hæfasti maðurinn, Friðrik Páll Jónsson, er ekki valinn í starfið. Friðrik er ekki ráðinn af pólitískum ástæðum. Það er skandall. --- --- --- Því miður hafa verið brögð að því að menn séu að misnota kommentakerfið hér á vefnum með dónaskap. Ég áskil mér rétt til að láta fjarlægja öll slík ummæli, enda er þetta ekki spjallvefur þótt netverjar hafi möguleika á að svara því sem hér er skrifað. Þeim sem eru með skæting skal bent á Málefnin eða Innherjavefinn þar sem málfrelsið er sjálfsagt meira. Helst eiga menn auðvitað að skrifa undir nafni hér. --- --- --- Það er verið að þrasa um listamannalaun. Manni koma í hug orð sem Halldór Laxness lét einhvern tíma falla, ég sítera eftir minni - veit að það er áhættusamt: Skussana verður að vernda, hinir sjá um sig sjálfir. --- --- --- Í sófanum heima hjá mér situr stundum kona sem fer með ýmiss konar rímbull. Þetta er kannski ekki alveg rétt kveðið, en ágætt samt: Mun nú páfinnvera dáinn. Rættist hjá Stöð 2 spáin, sem þeir birtu út í bláinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Eftir tvö ár, 2007, verða liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Þá getum við haldið svona hátíð eins og Danir héldu vegna H.C. Andersen á laugardaginn - okkar hátíð yrði á Laugardalsvelli eða í Egilshöll og sjónvarpað um gervihnött út um allan heim. Slæmt er þó að afmælisdagur Jónasar skuli líka vera dagur íslenskrar tungu - því gæti orðið dálítið vandræðalegt að hafa alla dagskrána á ensku líkt og Danirnir gerðu. Þeir kölluðu þetta H.C. Andersen show. Annars var þessi hátíð Dananna á laugardagskvöldið eitthvað það hallærislegasta sem maður hefur séð. Olivia Newton John að syngja lag úr Grease, útbrunni norski popparinn Morten Harket, Jean Michael Jarré með skemmtarann, kórar að syngja lög sem minntu á Andrew Lloyd Webber. Þetta var agalegt. --- --- --- Salan á símanum er í umræðu; enn fer hún mestanpart fram í lekum til fjölmiðla. Þetta minnir mig samt svolítið á þegar ég sótti um starf sem fréttamaður hjá sjónvarpinu, einhvern tíma fyrir 1990. Þá var Ingvi Hrafn fréttastjóri. Ég sendi inn umsókn, var boðaður í próf upp í sjónvarpshús eitt kvöldið. Þegar ég kom í húsið sá ég að Hallur Hallsson snaraðist með bros á vör út úr lyftunni - það var í gangi orðrómur um að hann ætti að fá djobbið. Ég staðnæmdist, hugsaði mig aðeins um og sneri svo við. Hallur var auðvitað ráðinn. --- --- --- Nú er búið að ráða Óðin Jónsson sem fréttastjóra á útvarpinu. Óðinn er ágætur fréttamaður og ég vil ekki kasta rýrð á hann - ég hafði reyndar veðjað á að hann fengi stöðuna áður en skrípaleikurinn með Auðun Georg hófst. Þessi ráðning er samt pólitísk að því leyti að hæfasti maðurinn, Friðrik Páll Jónsson, er ekki valinn í starfið. Friðrik er ekki ráðinn af pólitískum ástæðum. Það er skandall. --- --- --- Því miður hafa verið brögð að því að menn séu að misnota kommentakerfið hér á vefnum með dónaskap. Ég áskil mér rétt til að láta fjarlægja öll slík ummæli, enda er þetta ekki spjallvefur þótt netverjar hafi möguleika á að svara því sem hér er skrifað. Þeim sem eru með skæting skal bent á Málefnin eða Innherjavefinn þar sem málfrelsið er sjálfsagt meira. Helst eiga menn auðvitað að skrifa undir nafni hér. --- --- --- Það er verið að þrasa um listamannalaun. Manni koma í hug orð sem Halldór Laxness lét einhvern tíma falla, ég sítera eftir minni - veit að það er áhættusamt: Skussana verður að vernda, hinir sjá um sig sjálfir. --- --- --- Í sófanum heima hjá mér situr stundum kona sem fer með ýmiss konar rímbull. Þetta er kannski ekki alveg rétt kveðið, en ágætt samt: Mun nú páfinnvera dáinn. Rættist hjá Stöð 2 spáin, sem þeir birtu út í bláinn.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun