Kosning í hálfkveðnum vísum 23. mars 2005 00:01 Formannskosningin í Samfylkingunni virðist að miklu leyti fara fram í hálfkveðnum vísum. Í flokknum geisar hatrömm barátta en það sem kemur upp á yfirborðið eru mestanpart óljósar meldingar. Össur Skarphéðinsson segir á bloggsíðu sinni að fjölmiðlar Baugs hygli stjórnmálamönnum og -konum sem fyrirtækið hefur velþóknun á. Þegar síðan er gengið á Össur með þetta segist hann ekki eiga við neinn sérstakan stjórnmálamann - og alls ekki mótframbjóðanda sinn Ingibjörg Sólrúnu. Um hvað var hann þá að tala? Svanur Kristjánsson var í þættinum hjá mér á sunnudaginn. Við vorum að ræða um pólitískar og ómálefnalegar stöðuveitingar. Í lok samtalsins lét Svanur fylgja með stóra pillu. Hann sagði að fjölmiðlar ættu að skoða feril valdsmanna sem hefðu flutt stofnanir úr Reykjavík norður í land vegna þess að þeir voru að þagga niður í starfsmönnum. Svanur nefndi ekki nöfn, en varla dyst neinum að hann var að tala um Össur Skarphéðinsson á tímanum þegar hann var umhverfisráðherra. Svo er það umræðan um konurnar. Þegar maður talar við stuðningsmenn Össurar nefna þeir gjarnan "kerlingarnar" í kringum Ingibjörgu Sólrúnu. Maður verður pínu gáttaður á því að heiftin skuli vera orðin svona mikil. Sá eini sem hefur stigið fram með þennan málflutning er Jakob Frímann Magnússon sem varaði við því að Samfylkingin breyttist í annan Kvennalista. Katrín Júlíusdóttir skrifaði líka grein í Moggann og sagði að það væri ekkert nýmæli að kona gegndi formennsku í stjórnmálaflokki - minnti á Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur. Stuðningsmenn Ingibjargar hafa tvær meginlínur - það sé kominn tími á konu og að Össur sé óhæfur til að fara með völd. Orðræðan hjá stuðningsliði Össurar snýst um að Ingibjörg raði í kringum sig konum úr sínum hópi, að það sé óþarfi að skipta um hest í miðri á, að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn geti ekki starfað með henni og úti á landi er sífellt minnt á að hún vilji flugvöllinn burt. Formannsslagurinn hefur verið hrútleiðinlegur til þessa en kannski fer þetta að verða forvitnilegt. --- --- --- Það gæti verið Össuri skeinuhætt að manni virðist sem að sé runnið upp ákveðið kvennamóment í þjóðlífinu, að það sé nokkuð almennur vilji til að konur fái meiri áhrif. Hugsanlega urðu einhver þáttaskil við deilurnar um ráðningu hæstaréttardómaranna í fyrra og hittifyrra? Nú hefur kona verið kjörin rektor Háskólans, kona er orðin forstjóri Flugleiða - og allt í einu finnst manni ekkert ólíklegt að innan tíðar gæti kona orðið formaður Sjálfstæðisflokksins. Krónprinsinn Geir Haarde virkar allavega svo súr þessa dagana að maður trúir ekki að hann heilli marga kjósendur. --- --- --- Davíð Oddsson kláraði Fischersmálið. Minnti rækilega á hver ræður hér. Maður vonar að málinu fari að ljúka - sjálfur er ég frekar hlynntur því að karlinn fái að koma hingað. Ég hef samt á tilfinningunni að þorri þjóðarinnar skilji ekkert í þessu. Meirihluti landsmanna man ekki eftir skákeinvíginu 1972, fattar ekki að þessi orðljóti furðufugl eigi að njóta forgangs fram yfir aðra. Skák er líka orðin ótrúlega úrelt - meira að Fischer segir það sjálfur. Hinn höfuðsnillingur skáklistarinnar, heimsmeistarinn Kasparov, nennir ekki að tefla lengur. Mér segir svo hugur að skoðanakönnun myndi sýna að þjóðin er frekar andvíg þessari ákvörðun. Stuðningsmönnum Fischers hefur hins vegar tekist vel að beita þrýstingi og stýra umræðunni um málið. Í viðhorfsgrein í Mogganum í dag minnir Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður á samtal sem ég átti við Fischer í Silfri Egils fyrir nokkrum árum. Fyrir mig er þetta ágætis upprifjun á samtalinu sem að sumu leyti var bráðskemmtilegt. Fischer kann að vera skrítinn, en hann er líka bráðskarpur á sinn hátt. Hvað segir ekki í Shakespeare - "Though this be madness, yet there is method in 't". --- --- --- Ég leyfi mér að taka hluta úr grein Davíðs Loga orðréttan: "Menn hafa viljað gera lítið úr ummælum hans, segja þau til marks um að hann gangi ekki heill til skógar. Við verðum samt að vita út í hvað við erum að fara. Egill Helgason ræddi við Fischer í þætti sínum, Silfri Egils, í janúar 2002. Þetta var skrautlegt samtal í meira lagi. Sæmundur Pálsson var í "settinu" með Agli, fram kom að langt væri um liðið síðan þeir Fischer hittust síðast. Sæmundur hafði heimsótt skákmeistarann einhvern tímann á áttunda áratugnum. "Já, þú komst að heimsækja helvítis Bandaríkin og varðst fyrir árás nánast um leið," sagði Fischer af þessu tilefni. Egill spurði Fischer að því hvort eitthvað væri til í sögusögnum þess efnis að hann tefldi oft nafnlaust á Netinu. "Það er kjaftæði," svaraði Fischer nokkuð æstur. "Það eru lygar sem gyðingar standa fyrir, þeir vilja villa um fyrir fólki vegna allra glæpanna sem þeir hafa unnið gegn mér." Fischer fór því næst að útskýra hvers vegna hann tefldi ekki lengur hina hefðbundnu skák. Sagði úrslit í helstu stórmótum núorðið ákveðin fyrir fram. Hann kallaði Garrí Kasparov svindlara og lygara, sagði að búið hefði verið að ákveða fyrir fram alla leiki í skákum Kasparovs við Anatoly Karpov 1984-1985, úrslitin hefðu verið í samræmi við fyrir fram ákveðna niðurstöðu. Sagði Fischer að hann hefði ætlað að skrifa bók um þessa svikamyllu Kasparovs "en helvítis gyðingarnir stálu öllum nótunum sem ég hafði útbúið". Og formælingunum var alls ekki lokið. "Bandaríkjunum er stjórnað af gyðingunum. Það er skítugt, rotið og ómögulegt land á allan hátt og hefur alltaf verið þannig [e. filthy, dirty, rotten country in every way]. Og þið Íslendingar ættuð að slíta stjórnmálatengsl við Bandaríkin nú þegar. Ef þeir neita að rýma sendiráð sitt þá ættuð þið að loka því með valdi. Og þið ættuð að loka herstöðinni í Keflavík, losið ykkur við helvítis Bandaríkjamennina í eitt skipti fyrir öll." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Formannskosningin í Samfylkingunni virðist að miklu leyti fara fram í hálfkveðnum vísum. Í flokknum geisar hatrömm barátta en það sem kemur upp á yfirborðið eru mestanpart óljósar meldingar. Össur Skarphéðinsson segir á bloggsíðu sinni að fjölmiðlar Baugs hygli stjórnmálamönnum og -konum sem fyrirtækið hefur velþóknun á. Þegar síðan er gengið á Össur með þetta segist hann ekki eiga við neinn sérstakan stjórnmálamann - og alls ekki mótframbjóðanda sinn Ingibjörg Sólrúnu. Um hvað var hann þá að tala? Svanur Kristjánsson var í þættinum hjá mér á sunnudaginn. Við vorum að ræða um pólitískar og ómálefnalegar stöðuveitingar. Í lok samtalsins lét Svanur fylgja með stóra pillu. Hann sagði að fjölmiðlar ættu að skoða feril valdsmanna sem hefðu flutt stofnanir úr Reykjavík norður í land vegna þess að þeir voru að þagga niður í starfsmönnum. Svanur nefndi ekki nöfn, en varla dyst neinum að hann var að tala um Össur Skarphéðinsson á tímanum þegar hann var umhverfisráðherra. Svo er það umræðan um konurnar. Þegar maður talar við stuðningsmenn Össurar nefna þeir gjarnan "kerlingarnar" í kringum Ingibjörgu Sólrúnu. Maður verður pínu gáttaður á því að heiftin skuli vera orðin svona mikil. Sá eini sem hefur stigið fram með þennan málflutning er Jakob Frímann Magnússon sem varaði við því að Samfylkingin breyttist í annan Kvennalista. Katrín Júlíusdóttir skrifaði líka grein í Moggann og sagði að það væri ekkert nýmæli að kona gegndi formennsku í stjórnmálaflokki - minnti á Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur. Stuðningsmenn Ingibjargar hafa tvær meginlínur - það sé kominn tími á konu og að Össur sé óhæfur til að fara með völd. Orðræðan hjá stuðningsliði Össurar snýst um að Ingibjörg raði í kringum sig konum úr sínum hópi, að það sé óþarfi að skipta um hest í miðri á, að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn geti ekki starfað með henni og úti á landi er sífellt minnt á að hún vilji flugvöllinn burt. Formannsslagurinn hefur verið hrútleiðinlegur til þessa en kannski fer þetta að verða forvitnilegt. --- --- --- Það gæti verið Össuri skeinuhætt að manni virðist sem að sé runnið upp ákveðið kvennamóment í þjóðlífinu, að það sé nokkuð almennur vilji til að konur fái meiri áhrif. Hugsanlega urðu einhver þáttaskil við deilurnar um ráðningu hæstaréttardómaranna í fyrra og hittifyrra? Nú hefur kona verið kjörin rektor Háskólans, kona er orðin forstjóri Flugleiða - og allt í einu finnst manni ekkert ólíklegt að innan tíðar gæti kona orðið formaður Sjálfstæðisflokksins. Krónprinsinn Geir Haarde virkar allavega svo súr þessa dagana að maður trúir ekki að hann heilli marga kjósendur. --- --- --- Davíð Oddsson kláraði Fischersmálið. Minnti rækilega á hver ræður hér. Maður vonar að málinu fari að ljúka - sjálfur er ég frekar hlynntur því að karlinn fái að koma hingað. Ég hef samt á tilfinningunni að þorri þjóðarinnar skilji ekkert í þessu. Meirihluti landsmanna man ekki eftir skákeinvíginu 1972, fattar ekki að þessi orðljóti furðufugl eigi að njóta forgangs fram yfir aðra. Skák er líka orðin ótrúlega úrelt - meira að Fischer segir það sjálfur. Hinn höfuðsnillingur skáklistarinnar, heimsmeistarinn Kasparov, nennir ekki að tefla lengur. Mér segir svo hugur að skoðanakönnun myndi sýna að þjóðin er frekar andvíg þessari ákvörðun. Stuðningsmönnum Fischers hefur hins vegar tekist vel að beita þrýstingi og stýra umræðunni um málið. Í viðhorfsgrein í Mogganum í dag minnir Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður á samtal sem ég átti við Fischer í Silfri Egils fyrir nokkrum árum. Fyrir mig er þetta ágætis upprifjun á samtalinu sem að sumu leyti var bráðskemmtilegt. Fischer kann að vera skrítinn, en hann er líka bráðskarpur á sinn hátt. Hvað segir ekki í Shakespeare - "Though this be madness, yet there is method in 't". --- --- --- Ég leyfi mér að taka hluta úr grein Davíðs Loga orðréttan: "Menn hafa viljað gera lítið úr ummælum hans, segja þau til marks um að hann gangi ekki heill til skógar. Við verðum samt að vita út í hvað við erum að fara. Egill Helgason ræddi við Fischer í þætti sínum, Silfri Egils, í janúar 2002. Þetta var skrautlegt samtal í meira lagi. Sæmundur Pálsson var í "settinu" með Agli, fram kom að langt væri um liðið síðan þeir Fischer hittust síðast. Sæmundur hafði heimsótt skákmeistarann einhvern tímann á áttunda áratugnum. "Já, þú komst að heimsækja helvítis Bandaríkin og varðst fyrir árás nánast um leið," sagði Fischer af þessu tilefni. Egill spurði Fischer að því hvort eitthvað væri til í sögusögnum þess efnis að hann tefldi oft nafnlaust á Netinu. "Það er kjaftæði," svaraði Fischer nokkuð æstur. "Það eru lygar sem gyðingar standa fyrir, þeir vilja villa um fyrir fólki vegna allra glæpanna sem þeir hafa unnið gegn mér." Fischer fór því næst að útskýra hvers vegna hann tefldi ekki lengur hina hefðbundnu skák. Sagði úrslit í helstu stórmótum núorðið ákveðin fyrir fram. Hann kallaði Garrí Kasparov svindlara og lygara, sagði að búið hefði verið að ákveða fyrir fram alla leiki í skákum Kasparovs við Anatoly Karpov 1984-1985, úrslitin hefðu verið í samræmi við fyrir fram ákveðna niðurstöðu. Sagði Fischer að hann hefði ætlað að skrifa bók um þessa svikamyllu Kasparovs "en helvítis gyðingarnir stálu öllum nótunum sem ég hafði útbúið". Og formælingunum var alls ekki lokið. "Bandaríkjunum er stjórnað af gyðingunum. Það er skítugt, rotið og ómögulegt land á allan hátt og hefur alltaf verið þannig [e. filthy, dirty, rotten country in every way]. Og þið Íslendingar ættuð að slíta stjórnmálatengsl við Bandaríkin nú þegar. Ef þeir neita að rýma sendiráð sitt þá ættuð þið að loka því með valdi. Og þið ættuð að loka herstöðinni í Keflavík, losið ykkur við helvítis Bandaríkjamennina í eitt skipti fyrir öll."
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun