Uppgangur og bjartsýni eystra 29. janúar 2005 00:01 Þeir sem fara um Austurland um þessar mundir verða áþreifanlega varir við þau breyttu viðhorf sem þar eru vegna stórframkvæmdanna eystra. Þetta á einkum við um Egilsstaði og nágrenni og svo Fjarðabyggð. Áhrifanna verður líka vart þegar sunnar dregur vegna jarðganganna sem verið er að gera á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Göngin munu þegar fram í sækir hafa mikil áhrif á byggðirnar bæði sunnan og norðan þeirra og tengja Héraðið betur við Suðurfirðina. Þetta verður allt orðið eitt atvinnusvæði áður en við er litið, ekki aðeins í kringum álver Alcoa á Reyðarfirði heldur varðandi ýmsa aðra starfsemi í þessum landshluta. Að undanförnu hafa birst margar fréttir og ljósmyndir í Fréttablaðinu frá Kárahnjúkum, af Héraði og úr Fjarðabyggð, eftir ferð blaðamanns og ljósmyndara blaðsins um svæðið. Athygli manna hefur sem eðlilegt er mjög beinst að vinnusvæðinu umhverfis Kárahnjúka. Þar hefur á undanförnum mánuðum víða verið pottur brotinn, en svo virðist sem loksins nú séu að komast á eðlileg samskipti milli verkalýðsforystunnar og hins umdeilda ítalska verktakafyrirtækis Impregilo. Heimsókn forystumanna þeirra og fulltrúa alþjóðaverkamannasambandsins á virkjunarsvæðið fyrir rúmri viku ætlar að marka þáttaskil - og sannarlega tími til kominn. Íslenskur vetur í öllu sínu veldi hefur væntanlega skerpt skilning gestanna á aðstæðum starfsmanna við Kárahnjúka. Deilurnar við Kárahnjúka hafa varpað skugga á það sem er að gerast í byggðarlögunum á Héraði og í Fjarðabyggð. Þar er allt annað hljóð í fólki en fyrir nokkrum misserum. Dæmi um það er að bylting hefur orðið í fasteignasölu á Austurlandi. Hilmar Gunnlaugsson fasteignasali sagði í viðtali við Fréttablaðið af þessu tilefni: "Markaðurinn er orðinn eðlilegur. Fasteignaverð hér er ágætt. Menn geta nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Verðmyndunin er orðin eðlileg". Síðar í viðtalinu sagði Hilmar: "Það er svo stutt síðan markaðurinn var lélegur, að það er kannski ákveðin vantrú ríkjandi. Það tekur tíma að venjast þesum breytingum". En það er ekki aðeins að ýmis þjónustustarfsemi hafi tekið kipp heldur hefur orðið bylting í flugsamgöngum. Nú eru farnar margar ferðir á dag til og frá Egilsstöðum, og þannig njóta allir Austfirðingar og þeir sem eiga leið austur stórframkvæmdanna. Sama er að segja um samgöngur á landi. Það eru ekki mörg ár síðan slæmar vegasamgöngur um fjallgarðana milli Mývatnsveitar og Héraðs komu í veg fyrir eðlilegar samgöngur á landi milli landshluta. Nú eru komnir þarna uppbyggðir vegir, sem haldið er opnum hvernig sem viðrar. Þegar undirbúningur að stórframkvæmdunum eystra stóð sem hæst vöktu Vestfirðingar athygli á einhæfu atvinnulífi í þeirra landshluta, en jafnframt að þeir hefðu ekki áhuga á stóriðju. Nú þegar góður skriður er kominn á Kárahnjúkavirkjun og undirbúningur að álverinu á Reyðarfirði að komast á skrið er rétt að ráðamenn beini augum sínum að Vestfjarðakjálkanum. Þar þarf að tryggja búsetu og blómlegar byggðir, ekki síður en í öðrum landshlutum. Vestfirðingar sjálfir verða líka að hafa frumkvæði um hvað skuli gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Þeir sem fara um Austurland um þessar mundir verða áþreifanlega varir við þau breyttu viðhorf sem þar eru vegna stórframkvæmdanna eystra. Þetta á einkum við um Egilsstaði og nágrenni og svo Fjarðabyggð. Áhrifanna verður líka vart þegar sunnar dregur vegna jarðganganna sem verið er að gera á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Göngin munu þegar fram í sækir hafa mikil áhrif á byggðirnar bæði sunnan og norðan þeirra og tengja Héraðið betur við Suðurfirðina. Þetta verður allt orðið eitt atvinnusvæði áður en við er litið, ekki aðeins í kringum álver Alcoa á Reyðarfirði heldur varðandi ýmsa aðra starfsemi í þessum landshluta. Að undanförnu hafa birst margar fréttir og ljósmyndir í Fréttablaðinu frá Kárahnjúkum, af Héraði og úr Fjarðabyggð, eftir ferð blaðamanns og ljósmyndara blaðsins um svæðið. Athygli manna hefur sem eðlilegt er mjög beinst að vinnusvæðinu umhverfis Kárahnjúka. Þar hefur á undanförnum mánuðum víða verið pottur brotinn, en svo virðist sem loksins nú séu að komast á eðlileg samskipti milli verkalýðsforystunnar og hins umdeilda ítalska verktakafyrirtækis Impregilo. Heimsókn forystumanna þeirra og fulltrúa alþjóðaverkamannasambandsins á virkjunarsvæðið fyrir rúmri viku ætlar að marka þáttaskil - og sannarlega tími til kominn. Íslenskur vetur í öllu sínu veldi hefur væntanlega skerpt skilning gestanna á aðstæðum starfsmanna við Kárahnjúka. Deilurnar við Kárahnjúka hafa varpað skugga á það sem er að gerast í byggðarlögunum á Héraði og í Fjarðabyggð. Þar er allt annað hljóð í fólki en fyrir nokkrum misserum. Dæmi um það er að bylting hefur orðið í fasteignasölu á Austurlandi. Hilmar Gunnlaugsson fasteignasali sagði í viðtali við Fréttablaðið af þessu tilefni: "Markaðurinn er orðinn eðlilegur. Fasteignaverð hér er ágætt. Menn geta nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Verðmyndunin er orðin eðlileg". Síðar í viðtalinu sagði Hilmar: "Það er svo stutt síðan markaðurinn var lélegur, að það er kannski ákveðin vantrú ríkjandi. Það tekur tíma að venjast þesum breytingum". En það er ekki aðeins að ýmis þjónustustarfsemi hafi tekið kipp heldur hefur orðið bylting í flugsamgöngum. Nú eru farnar margar ferðir á dag til og frá Egilsstöðum, og þannig njóta allir Austfirðingar og þeir sem eiga leið austur stórframkvæmdanna. Sama er að segja um samgöngur á landi. Það eru ekki mörg ár síðan slæmar vegasamgöngur um fjallgarðana milli Mývatnsveitar og Héraðs komu í veg fyrir eðlilegar samgöngur á landi milli landshluta. Nú eru komnir þarna uppbyggðir vegir, sem haldið er opnum hvernig sem viðrar. Þegar undirbúningur að stórframkvæmdunum eystra stóð sem hæst vöktu Vestfirðingar athygli á einhæfu atvinnulífi í þeirra landshluta, en jafnframt að þeir hefðu ekki áhuga á stóriðju. Nú þegar góður skriður er kominn á Kárahnjúkavirkjun og undirbúningur að álverinu á Reyðarfirði að komast á skrið er rétt að ráðamenn beini augum sínum að Vestfjarðakjálkanum. Þar þarf að tryggja búsetu og blómlegar byggðir, ekki síður en í öðrum landshlutum. Vestfirðingar sjálfir verða líka að hafa frumkvæði um hvað skuli gert.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun