Jólaundirbúningurinn 21. desember 2004 00:01 Í dag - Inga Rósa Þórðardóttir Ég var að hugsa um jólasveina, allar þessar jólasveinategundir. Íslensku jólasveinana, þessa amerísku og svo þessa óttalegu jólasveina sem við rekumst alltaf á af og til. Það er merkilegt með gömlu íslensku jólasveinana, hvort sem þeir eru nú níu eða þrettán talsins, hvað þeir fylgjast vel með tískunni, löngu komnir í ameríska búninginn, svona flestir, og virðast almennt vita nokkuð vel hvað þæg börn dreymir um í skóinn sinn. Merkilegt vegna þess að eftir því sem við best vitum búa þeir til fjalla vítt og breitt um landið. Samkvæmt þjóðsögunni eiga þeir að vera frekar nægjusamir og búa við hálfgert harðræði en svo er ekki að sjá í dag og það endurspeglar ágætlega tíðarandann að fréttamenn skuli finna sig knúna til að koma þeirri orðsendingu til jólasveinanna að rétt sé að gæta hófs þegar valdar eru skógjafir. Meira er betra virðist hið almenna viðhorf og m.a.s. jólasveinar missa sig. En ég var líka að hugsa um aðra jólasveina. Þessa sem víða koma með jólin með sér. Þessa dagana flykkist ungt fólk heim í sína heimabyggð, vítt og breitt um landið. Þetta eru hinir einu sönnu jólasveinar. Grannir ef ekki horaðir, fölir og þreyttir eftir stranga prófatörn en brosið nær aftur fyrir bæði eyru af gleði yfir að vera komnir heim. Nemendur þessa lands, framhaldsskólanemar og háskólanemar, sem ekki eiga þess kost að stunda nám í sinni heimabyggð, streyma nú heim til að halda jól með sínum nánustu. Þetta eru hinir sönnu jólasveinar sem koma með jólin með sér. Þeir hittast í kaupfélaginu og bera saman bækur sínar, nánast í orðsins fyllstu merkingu. Þar hitta þeir líka gömlu kennarana sína og nágrannana. Og heimafólkið gleðst yfir að fá þessar dætur og syni þessa lands heim í heiðardalinn, jafnvel þótt aðeins sé um tveggja vikna skeið, svona í bili að minnsta kosti. Hitt er svo önnur saga að líklega verða þeir aðeins gestir í sinni heimabyggð héðan í frá. Á flestum stöðum eru minni líkur en meiri á að þeir fái atvinnu við sitt hæfi, líklegra hitt að þeir þurfi að sækja til þéttbýlisins, jafnvel höfuðborgarsvæðisins. En það er nú einu sinni þannig að hvað sem líður hófi eða óhófi í mat, drykk og gjöfum um hver jól þá er það aðeins umgjörð utan um það sem skiptir okkur öll mestu máli. Það að vera saman. Þess vegna eru þessir jólasveinar, nemarnir svona glaðir að vera komnir heim og heimafólkið svona glatt að fá þá heim. Það er vegna þess að þegar allt kemur til alls þá erum það við sem skiptum hvert annað mestu máli. Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum og stærsta og besta gjöfin er því væntanlega að gefa tíma, hvert öðru. Alþekkt staðreynd og samt svo lítið með hana gert, við kjósum frekar að eyða peningum í alls kyns dót sem fæst í búðum en verja tíma með okkar nánustu. Það er ágætt að eiga peninga inni á banka en hitt er miklu dýrmætara að eiga innistæður inni í minningabankanum. Það er merkilegasti bankinn af þeim öllum og þar ávaxtast innistæður mun betur en í nokkrum öðrum. Og minningar verða ekki síst til þegar við gerum eitthvað saman. Notalegt spjall við kvöldverðarborðið, leikir og spil, gönguferðir, jafnvel tiltekt í samvinnu. Allt þetta og margt fleira býður okkur upp á samveru sem, til lengri tíma litið, er svo miklu dýrmætari en allt dótið sem fæst í búðunum. Þegar við, sem fullorðið fólk. lítum til baka eru minningarnar tengdar samverustundum frekar en einstaka leikföngum. Við munum eftir ferðalögum, heimsóknum, samtölum við foreldra okkar, sem sagt ýmiskonar samverustundum. Þær innistæður hafa ávaxtast frá því við vorum börn og halda áfram að vaxa og dafna meðan við lifum. Dótið sem kom upp úr fagurlitum jólapökkum er hinsvegar að mestu leyti gleymt. Og í ljósi þess að innistæður í minningabankanum ávaxtast mun betur en innistæður í venjulegum bönkum, þótt þær séu auðvitað góðra gjalda verðar, er skynsamlegast að leggja sem oftast og mest inn í minningabankann. Það er svo aftur þrautin þyngri að vinda ofan af neyslufíkn sem virðist hafa gripið allt og alla. Samverustundirnar eru sorglega fáar en umgjörðin verður sífellt kostnaðarsamari og skrautlegri. Enginn vill en allir gera samt. Skreyta skal hús og híbýli í bak og fyrir, innan dyra og utan. Þrífa burtu skít og - nei, það er nú líklega ekki hægt að þrífa burtu skömm, vonandi er hún ekki til staðar - en sem sagt, skúra, skrúbba og bóna. Og kaupa. Umfram allt kaupa. Jólagjafir, jólakort, jólamat, jólaöl, jólaföt. Og með hverju árinu verður maturinn meiri og flottari, jólakortin skrautlegri og gjafirnar dýrari. Samverustundum fækkar eiginlega í sama hlutfalli, sorglegt en alltof oft satt. Mig undar stórum hvað verður um tímann. Sífellt fáum við betri og afkastameiri tæki sem spara okkur tíma; þvottavélar, uppþvottavélar, örbylgjuofna, hraðskreiðari bíla, tölvur, tölvupóst og m.a.s. SMS í gemsanum. Allt sparar tíma og alltaf finnst okkur við hafa minni og minni tíma. Hefur sólarhringurinn kannski styst á síðustu áratugum? Kannski er bara verið að plata okkur og klukkustundin ekki lengur 60 mínútur heldur kannski bara 40 eða jafnvel 30. Kannski. Eða kannski ekki. Að öllu jöfnu er þetta bara spurning um forgangsröðun verkefna. Láta draslið sitja á hakanum en fara þess í stað að spila. Minnka jólabaksturinn, t.d. um helming, og fara þess í stað saman að gefa öndunum brauð. Gefa ódýrari jólagjafir en bjóða vinum okkar frekar í heimsókn. Verum saman á jólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun
Í dag - Inga Rósa Þórðardóttir Ég var að hugsa um jólasveina, allar þessar jólasveinategundir. Íslensku jólasveinana, þessa amerísku og svo þessa óttalegu jólasveina sem við rekumst alltaf á af og til. Það er merkilegt með gömlu íslensku jólasveinana, hvort sem þeir eru nú níu eða þrettán talsins, hvað þeir fylgjast vel með tískunni, löngu komnir í ameríska búninginn, svona flestir, og virðast almennt vita nokkuð vel hvað þæg börn dreymir um í skóinn sinn. Merkilegt vegna þess að eftir því sem við best vitum búa þeir til fjalla vítt og breitt um landið. Samkvæmt þjóðsögunni eiga þeir að vera frekar nægjusamir og búa við hálfgert harðræði en svo er ekki að sjá í dag og það endurspeglar ágætlega tíðarandann að fréttamenn skuli finna sig knúna til að koma þeirri orðsendingu til jólasveinanna að rétt sé að gæta hófs þegar valdar eru skógjafir. Meira er betra virðist hið almenna viðhorf og m.a.s. jólasveinar missa sig. En ég var líka að hugsa um aðra jólasveina. Þessa sem víða koma með jólin með sér. Þessa dagana flykkist ungt fólk heim í sína heimabyggð, vítt og breitt um landið. Þetta eru hinir einu sönnu jólasveinar. Grannir ef ekki horaðir, fölir og þreyttir eftir stranga prófatörn en brosið nær aftur fyrir bæði eyru af gleði yfir að vera komnir heim. Nemendur þessa lands, framhaldsskólanemar og háskólanemar, sem ekki eiga þess kost að stunda nám í sinni heimabyggð, streyma nú heim til að halda jól með sínum nánustu. Þetta eru hinir sönnu jólasveinar sem koma með jólin með sér. Þeir hittast í kaupfélaginu og bera saman bækur sínar, nánast í orðsins fyllstu merkingu. Þar hitta þeir líka gömlu kennarana sína og nágrannana. Og heimafólkið gleðst yfir að fá þessar dætur og syni þessa lands heim í heiðardalinn, jafnvel þótt aðeins sé um tveggja vikna skeið, svona í bili að minnsta kosti. Hitt er svo önnur saga að líklega verða þeir aðeins gestir í sinni heimabyggð héðan í frá. Á flestum stöðum eru minni líkur en meiri á að þeir fái atvinnu við sitt hæfi, líklegra hitt að þeir þurfi að sækja til þéttbýlisins, jafnvel höfuðborgarsvæðisins. En það er nú einu sinni þannig að hvað sem líður hófi eða óhófi í mat, drykk og gjöfum um hver jól þá er það aðeins umgjörð utan um það sem skiptir okkur öll mestu máli. Það að vera saman. Þess vegna eru þessir jólasveinar, nemarnir svona glaðir að vera komnir heim og heimafólkið svona glatt að fá þá heim. Það er vegna þess að þegar allt kemur til alls þá erum það við sem skiptum hvert annað mestu máli. Tíminn er það dýrmætasta sem við eigum og stærsta og besta gjöfin er því væntanlega að gefa tíma, hvert öðru. Alþekkt staðreynd og samt svo lítið með hana gert, við kjósum frekar að eyða peningum í alls kyns dót sem fæst í búðum en verja tíma með okkar nánustu. Það er ágætt að eiga peninga inni á banka en hitt er miklu dýrmætara að eiga innistæður inni í minningabankanum. Það er merkilegasti bankinn af þeim öllum og þar ávaxtast innistæður mun betur en í nokkrum öðrum. Og minningar verða ekki síst til þegar við gerum eitthvað saman. Notalegt spjall við kvöldverðarborðið, leikir og spil, gönguferðir, jafnvel tiltekt í samvinnu. Allt þetta og margt fleira býður okkur upp á samveru sem, til lengri tíma litið, er svo miklu dýrmætari en allt dótið sem fæst í búðunum. Þegar við, sem fullorðið fólk. lítum til baka eru minningarnar tengdar samverustundum frekar en einstaka leikföngum. Við munum eftir ferðalögum, heimsóknum, samtölum við foreldra okkar, sem sagt ýmiskonar samverustundum. Þær innistæður hafa ávaxtast frá því við vorum börn og halda áfram að vaxa og dafna meðan við lifum. Dótið sem kom upp úr fagurlitum jólapökkum er hinsvegar að mestu leyti gleymt. Og í ljósi þess að innistæður í minningabankanum ávaxtast mun betur en innistæður í venjulegum bönkum, þótt þær séu auðvitað góðra gjalda verðar, er skynsamlegast að leggja sem oftast og mest inn í minningabankann. Það er svo aftur þrautin þyngri að vinda ofan af neyslufíkn sem virðist hafa gripið allt og alla. Samverustundirnar eru sorglega fáar en umgjörðin verður sífellt kostnaðarsamari og skrautlegri. Enginn vill en allir gera samt. Skreyta skal hús og híbýli í bak og fyrir, innan dyra og utan. Þrífa burtu skít og - nei, það er nú líklega ekki hægt að þrífa burtu skömm, vonandi er hún ekki til staðar - en sem sagt, skúra, skrúbba og bóna. Og kaupa. Umfram allt kaupa. Jólagjafir, jólakort, jólamat, jólaöl, jólaföt. Og með hverju árinu verður maturinn meiri og flottari, jólakortin skrautlegri og gjafirnar dýrari. Samverustundum fækkar eiginlega í sama hlutfalli, sorglegt en alltof oft satt. Mig undar stórum hvað verður um tímann. Sífellt fáum við betri og afkastameiri tæki sem spara okkur tíma; þvottavélar, uppþvottavélar, örbylgjuofna, hraðskreiðari bíla, tölvur, tölvupóst og m.a.s. SMS í gemsanum. Allt sparar tíma og alltaf finnst okkur við hafa minni og minni tíma. Hefur sólarhringurinn kannski styst á síðustu áratugum? Kannski er bara verið að plata okkur og klukkustundin ekki lengur 60 mínútur heldur kannski bara 40 eða jafnvel 30. Kannski. Eða kannski ekki. Að öllu jöfnu er þetta bara spurning um forgangsröðun verkefna. Láta draslið sitja á hakanum en fara þess í stað að spila. Minnka jólabaksturinn, t.d. um helming, og fara þess í stað saman að gefa öndunum brauð. Gefa ódýrari jólagjafir en bjóða vinum okkar frekar í heimsókn. Verum saman á jólunum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun