Innlent

Öflugra en gosið fyrir 6 árum

Óvenju öflugt eldgos hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi. Fréttastofan náði tali af Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor þegar hann var að leggja upp í flugferð yfir eldstöðvarnar í morgun. Hann segir gosið í nótt mun öflugra en gosið í Grímsvötnum árið 1998 sem sést á því að gosmökkurinn núna nær 13 kílómetra upp í loftið en hann náði aðeins 10 kílómetra hæð fyrir sex árum. Magnús segist ekki eiga von á því að gosið verði jafn stórt og gosið í Gjálp á sínum tíma, þ.e. ef þetta er venjulegt Grímsvatnagos. Þó verði tíminn að leiða það í ljós. Magnús Tumi segir gosið ekki hafa haft stór áhrif á Skeiðarárhlaupið fram að þessu en mun líklega aðeins þrýsta upp rennslinu, sérstaklega ef gosið er fyrir norðan vötnin sem ekki er vitað um á þessari stundu. Hann segir erfitt að spá fyrir um lengd gossins en venjulega eru gos í Grímsvötnum 1-2 vikur. Að sögn Magnúsar Tuma má búast við öskufalli í byggð. Spurður hvort mannvirki, t.d. á Skeiðarársandi, geti verið í hættu segir hann erfitt um að segja en líklegt sé þó að svo sé ekki.  Hægt er að horfa á viðtal við Magnús Tuma úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×