Kabúl 65% dýrari 7. október 2004 00:01 Gert er ráð fyrir að rekstur NATO flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti Íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því flugvöllurinn var afhentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 miðast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hækki hann síðan í 330 milljónir á næsta ári. Sú tala miðast við hálfs árs rekstur en Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að til greina komi að framlengja rekstur Íslendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, segir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 milljóna hækkun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkandi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Sri Lanka samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðargæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt við. Kosningaeftirlit erlendis mun aukast stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur miljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Íslensk friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlögum 2004 frá árinu áður og heildarútgjöldin áttu að vera 330 milljónir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjárlögum 2004. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Gert er ráð fyrir að rekstur NATO flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti Íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því flugvöllurinn var afhentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 miðast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hækki hann síðan í 330 milljónir á næsta ári. Sú tala miðast við hálfs árs rekstur en Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að til greina komi að framlengja rekstur Íslendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, segir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 milljóna hækkun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkandi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Sri Lanka samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðargæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt við. Kosningaeftirlit erlendis mun aukast stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur miljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Íslensk friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlögum 2004 frá árinu áður og heildarútgjöldin áttu að vera 330 milljónir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjárlögum 2004.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira