Innlent

Launaliðurinn ræddur í fyrsta sinn

Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna setjast að fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar, formanns samninganefndar sveitarfélaganna, verður rætt um launaliðinn á fundinum í dag og er það í fyrsta sinn síðan verkfall hófst sem laun verða rædd. Birgir Björn vildi ekkert segja til um hvort nýjar tillögur yrðu lagðar fram á fundinum í dag. Hann segir að fundum gærdagsins hafi lokið um klukkan sex í gærkvöld og að þá hafi nánast verið búið að ná samkomulagi um breyttan vinnutíma kennara. Verkfall kennara hefur nú staðið í tvær vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×