Innlent

Börn gangi um sjálfala

Samtökin Heimili og skóli hafa áhyggjur af því að börn gangi um sjálfala meðan verkfall grunnskólakennara varir. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi.  Ingibjörg Ingadóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, segir forvarnarfulltrúa sjá breytingu. Foreldrar og börn virði ekki útivistartíma og svörin sem fulltrúarnir fá eru að börnin þurfi ekki að vakna í skólann á morgnana og því sé í lagi að vera svo lengi úti.  Þótt gott sé að sofa út á morgnana og hætturnar litlar í því sambandi, þá hafa samtökin áhyggjur, t.a.m. af vímuefnaneyslu. Ingibjörg segist líka hafa áhyggjur af almennum neysluvenjum krakkanna og telur hætt við því að þeir borði meiri óhollustu í verkfallinu. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi. Hundrað og fimmtíu grunnskólakennarar biðu eftir því að Þjóðminjasafnið opnaði í morgun. Á milli þrjú og fjögur hundruð kennara sóttu safnið heim fyrstu klukkustundina sem það var opið og þeir komu víðs vegar að. Magnea Antonsdóttir, kennari í Fossvogsskóla, sagðist vera að reyna að fá einhverja tilbreytingu og fræðast um leið. Leifur Ingi Vilmundarson, kennari í Garði, vildi aðspurður ekki kannast við að kennarar væru farnir að fá fráhvarfseinkenni. Hann sagði mikilvægt að kennarar stæðu saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×