Fótbolti

Sumarmessan: Fyrstu fimmtán mínúturnar fínar en svo algjört frat

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sumarmessan rýndi í leik Spánverja í gær en þeir duttu út í 16-liða úrslitunum á HM eftir vítaspyrnukeppni gegn Rússlandi.

Það gekk lítið upp hjá Spánverjunum og meðal annars hluupu Isco og Iago Aspas hvorn annan niður.

„Þetta endurspeglar alla keppnina hjá Spánverjum. Þeir hafa verið svo gott sem á rassgatinu alla keppnina,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, spekingur þáttarins.

„Mér fannst leikur þeirra gegn Portúgal einn besti leikur sem ég hef séð eitt lið spila. Mér fannst þeir óheppnir að missa þann leik niður í jafntefli,” sagði Hjörvar, annar spekingurinn.

„Svo kemur þessi Íran leikur sem þeir þurftu að þröngva í gegn og svo voru þeir heppnir gegn Marrokkó. Síðan kom þessi leikur í dag. Þeir voru fínir fyrsta korterið og algjört frat eftir það,” bætti Hjörvar við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×