Fótbolti

Young: Við eigum eftir að standa okkur í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ashley Young og Daley Blind hressir á æfingu.
Ashley Young og Daley Blind hressir á æfingu. vísir/getty
Ashley Young, kantmaður Manchester United, er fullviss um að liðið eigi eftir að standa sig í Meistaradeildinni á þessari leiktíð eftir að vera ekki með á síðasta tímabili.

United fékk óvæntan skell í Eindhoven í fyrstu leikviku þar sem liðið tapaði gegn Hollensku meisturunum í PSV, 2-1.

Nú tekur liðið á móti Wolfsburg á heimavelli í kvöld í leik sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport HD.

„Meistaradeildin hentar okkar liði og ég er viss um að við munum standa okkur vel,“ segir Young í viðtali við MUTV.

„Það er alltaf gaman að spila í Meistaradeildinni og við lögðum mikið á okkur til að komast aftur í hana. Meistaradeildin er það sem félag eins og United snýst um. VIð viljum spila í st ærstu keppnunum.“

„Við viljum vinna alla leiki. Tapið gegn PSV var svekkjandi en við komum til baka og erum fullir sjálfstrausts,“ segir Ashley Young.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×