Fótbolti

Buffon: Pogba er í sama gæðaflokki og Messi og Ronaldo

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einn af bestu miðjumönnum heimsins í dag.
Einn af bestu miðjumönnum heimsins í dag. Vísir/Getty
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon segir að franski miðjumaðurinn Paul Pogba geti gert útslagið í leik Juventus og Manchester City i kvöld.

Juventus hefur ekki farið vel af stað í ítölsku deildinni en félagið er aðeins með eitt stige eftir þrjá leiki. Hefur Manchester City aftur á móti byrjað ensku úrvalsdeildina af fullum krafti og er með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Pogba sem er einn af bestu miðjumönnum heimsins hefur verið orðaður við Manchester City, Paris Saint-Germain, Real Madrid, Barcelona og Chelsea undanfarna mánuði.

„Það er enginn betri en hann í heiminum og ég tel þar á meðal Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Þau félög sem ætla að leggja fram tilboð vita að þau þurfa að bjóða brjálaðar upphæðir í hann sem aðeins 3-4 félög í heiminum geta boðið. Ákvörðun hans að taka annað tímabil með Juventus sýnir að peningar hafa ekki alltaf betur í fótboltanum.“

Leikur Manchester City og Juventus er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 í kvöld en flautað verður til leiks á Etihad Stadium klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×