Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar 29. nóvember 2024 12:22 Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum tekið skýra forystu í málefnum eldri borgara með aðgerðum sem hafa bætt lífskjör þeirra og aukið fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó ganga enn lengra í að tryggja að eldri borgarar njóti þess sem þeir hafa unnið fyrir, með skattalækkunum, auknum frítekjumörkum og kerfisumbótum sem miða að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Framfarir í þjónustu og lægri skattar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt mikilvægu átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við eldra fólk. Fjöldi hjúkrunarrýma hefur aukist um 881 frá 2017, þar af 622 ný rými, og aðstaða í 259 eldri rýmum hefur verið stórbætt. Með því að aðskilja byggingu og rekstur húsnæðis frá þjónustunni sjálfri hefur verið tryggt að eldri borgarar fái þjónustu sem byggir á faglegum forsendum, sem flýtt hefur fyrir uppbyggingu og aukið rekstrarhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram skýrar áherslur um að auka ráðstöfunartekjur eldri borgara með því að lækka skatta og rýmka frítekjumörk: Sjálfstæðisflokkurinn vill að frítekjumark atvinnutekna hækki í 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur frelsi eldri borgara til að afla tekna án þess að lenda í tekjuskerðingum frá almannatryggingum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og gefa eldri borgurum tækifæri til að njóta ávöxtunar á sparnaði sínum án þess að greiða skatt af verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema helming erfðafjárskatts og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna, sem gerir fjölskyldum kleift að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Þessar breytingar tryggja að fjárhagslegt öryggi eldri borgara verði aukið verulega. Róttækar umbætur á lífeyriskerfinu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í umbótum á almannatryggingakerfinu. Frá 2017 hefur grunnlífeyrir hækkað um rúmlega 45%, og sérstakt frítekjumark atvinnutekna var tekið upp árið 2018. Þrátt fyrir þessar framfarir er ljóst að betur má gera. Grunnlífeyrir almannatrygginga stendur í dag í um 330 þúsund krónum á mánuði, á meðan lágmarkslaun Starfsgreinasambandsins eru 425 þúsund krónur. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að brú á milli þessara fjárhæða verði brúuð. Að sama skapi leggur flokkurinn áherslu á að afnema þær 45% skerðingar sem nú eiga sér stað fyrir hverja krónu sem aflað er umfram grunnlífeyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt stefnumótandi áætlunina „Gott að eldast“, sem tryggir að þjónusta við eldri borgara verði veitt á réttum tíma, á réttum stað og á forsendum þeirra sjálfra. Áhersla er lögð á að samþætta heimaþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu, þannig að enginn falli milli kerfa. Skýr valkostur fyrir öruggt ævikvöld Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum og boðar aðgerðir sem miða að bættum lífskjörum þeirra. Þetta er skýr andstæða við vinstriflokkana, sem leggja áherslu á skattahækkanir og aukin útgjöld. Til að breytingarnar komist í gegn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu í komandi kosningum. Með áframhaldandi forystu flokksins verður tryggt að eldri borgarar njóti þeirrar virðingar, frelsis og réttinda sem þeir eiga skilið. Valið er einfalt: Auka frelsi og kjör eldri borgara – eða láta skattahækkanir tefja framfarirnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum tekið skýra forystu í málefnum eldri borgara með aðgerðum sem hafa bætt lífskjör þeirra og aukið fjárhagslegt öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó ganga enn lengra í að tryggja að eldri borgarar njóti þess sem þeir hafa unnið fyrir, með skattalækkunum, auknum frítekjumörkum og kerfisumbótum sem miða að því að bæta hag þeirra sem verst standa. Framfarir í þjónustu og lægri skattar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt mikilvægu átaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við eldra fólk. Fjöldi hjúkrunarrýma hefur aukist um 881 frá 2017, þar af 622 ný rými, og aðstaða í 259 eldri rýmum hefur verið stórbætt. Með því að aðskilja byggingu og rekstur húsnæðis frá þjónustunni sjálfri hefur verið tryggt að eldri borgarar fái þjónustu sem byggir á faglegum forsendum, sem flýtt hefur fyrir uppbyggingu og aukið rekstrarhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram skýrar áherslur um að auka ráðstöfunartekjur eldri borgara með því að lækka skatta og rýmka frítekjumörk: Sjálfstæðisflokkurinn vill að frítekjumark atvinnutekna hækki í 350 þúsund krónur á mánuði. Þetta eykur frelsi eldri borgara til að afla tekna án þess að lenda í tekjuskerðingum frá almannatryggingum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og gefa eldri borgurum tækifæri til að njóta ávöxtunar á sparnaði sínum án þess að greiða skatt af verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema helming erfðafjárskatts og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir króna, sem gerir fjölskyldum kleift að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Þessar breytingar tryggja að fjárhagslegt öryggi eldri borgara verði aukið verulega. Róttækar umbætur á lífeyriskerfinu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi í umbótum á almannatryggingakerfinu. Frá 2017 hefur grunnlífeyrir hækkað um rúmlega 45%, og sérstakt frítekjumark atvinnutekna var tekið upp árið 2018. Þrátt fyrir þessar framfarir er ljóst að betur má gera. Grunnlífeyrir almannatrygginga stendur í dag í um 330 þúsund krónum á mánuði, á meðan lágmarkslaun Starfsgreinasambandsins eru 425 þúsund krónur. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að brú á milli þessara fjárhæða verði brúuð. Að sama skapi leggur flokkurinn áherslu á að afnema þær 45% skerðingar sem nú eiga sér stað fyrir hverja krónu sem aflað er umfram grunnlífeyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur innleitt stefnumótandi áætlunina „Gott að eldast“, sem tryggir að þjónusta við eldri borgara verði veitt á réttum tíma, á réttum stað og á forsendum þeirra sjálfra. Áhersla er lögð á að samþætta heimaþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu, þannig að enginn falli milli kerfa. Skýr valkostur fyrir öruggt ævikvöld Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum og boðar aðgerðir sem miða að bættum lífskjörum þeirra. Þetta er skýr andstæða við vinstriflokkana, sem leggja áherslu á skattahækkanir og aukin útgjöld. Til að breytingarnar komist í gegn þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu í komandi kosningum. Með áframhaldandi forystu flokksins verður tryggt að eldri borgarar njóti þeirrar virðingar, frelsis og réttinda sem þeir eiga skilið. Valið er einfalt: Auka frelsi og kjör eldri borgara – eða láta skattahækkanir tefja framfarirnar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með eldri borgurum. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar