Justin Gaethje kláraði kúrekann í 1. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2019 04:20 Justin Gaethje ósáttur með dómarann. Vísir/Getty UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Sjá meira
UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Sjá meira
Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00