Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti 22. apríl 2015 09:00 Vísir/Valli Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Átjánfaldir Íslandsmeistarar ÍA eru mættir í Pepsi-deildina á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Skagamenn, eftir að hafa náð þriðja sæti árið 2007 hefur liðið tvívegis fallið úr deildinni. Nú ætlar það að festa sig á ný á meðal þeirra bestu. Gunnlaugur Jónsson, uppalinn Skagamaður sem var í meistarliðinu 2001, tók við ÍA fyrir síðasta tímabil og kom því upp í fyrstu tilraun. Hann hefur áður þjálfað Selfoss og KA í 1. deild auk Vals í Pepsi-deildinni.Vísir/Grafík/GarðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 2 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 1 stjarna Liðsstyrkurinn: 1 stjarna Hefðin: 3 stjörnurVísir/PjeturÞRÍR SEM ÍA TREYSTIR ÁÁrni Snær Ólafsson: Fæddur 1991 og spilaði fyrst með meistaraflokki 2009. Beið þolinmóður eftir að fá byrjunarliðssætið hans Páls Gísla og fékk það í fyrra. Verður seint útnefndur besti markvörður Pepsi-deildarinnar en hefur afburða spyrnugetu, líklega þá bestu af markvörðum deildarinnar. Það hentar beinskeittu spili ÍA vel. Að standa í marki snýst þó um meira en að sparka fram og Skagamenn treysta á að hann taki næsta skref og verði úrvalsdeildarmarkvörður.Ármann Smári Björnsson: Miðvörðurinn stóri gerði það sem afar fáir stjörnuleikmenn gera þegar liðin þeirra falla; hann stökk ekki frá borði. Ármann tók slaginn með liðinu í 1. deild og er mættur með því upp á ný. Hávaxinn og sterkur miðvörður sem erfitt er að vinna í loftinu og skapar mikinn usla í teig andstæðingsins þegar hann fer fram. Algjör leiðtogi í Skagaliðinu.Garðar Gunnlaugsson: Sýndi síðasta sumar að hann er alvöru markaskorari með því að setja 19 mörk í 21 leik í 1. deildinni. Hann hefur fengið flotta tíu með sér í framlínuna í Arsenij Buinecki sem vinnur ruslakallavinnuna frammi. Fái Garðar þjónustu mun hann raða inn mörkum.Ásgeir Marteinsson.Mynd/PjeturNýstirnið: Ásgeir Marteinsson Hávaxinn og vel spilandi miðjumaður sem tók stórt stökk úr 2. deildinni í Pepsi-deildina í fyrra þegar hann gekk í raðir Fram. Þar gengu hlutirnir ekki hjá honum frekar en flestum öðrum. Ásgeir var kjörinn efnilegasti leikmaður 2. deildar fyrir tveimur árum og í honum býr hörku fótboltamaður. Hann hefur komið vel inn í Skagaliðið og gæti hæglega verið í byrjunarliðinu í fyrsta leik.Andri Adolphsson er farinn í Val.Vísir/ValliMARKAÐURINNKomnir: Marko Andelkovic frá Viitorul Arsenij Buinickij frá KA Ásgeir Marteinsson frá Fram Marteinn Örn Halldórsson frá Reyni SandgerðiFarnir: Andri Adolphsson í Val Hjörtur Hjartarson í Augnablik Jón Björgvin Kristjánsson í Gróttu Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban í Aftureldingu Þrátt fyrir að vera nýliðar hafa Skagamenn ekki bætt miklu við sig. Þeir ætla meira og minna að treysta á sama hóp og kom þeim upp. Miðjumaðurinn Marko Andelkovic hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og gæti orðið leiðtoginn á miðjunni, en það fara góðar sögur af honum á Skaganum. Það var reyndar eins með lettneska landsliðsmanninn fyrir tveimur árum þannig auðvitað getur brugðið til beggja vona. Ásgeir Marteinsson er ungur og efnilegur leikmaður með ársreynslu í efstu deild og svo virðist framherjinn Arsenij Buinikij sem kom frá KA smella frábærlega inn í ÍA-liðið. Hann skoraði þrennu í Lengjubikarnum um daginn og Garðar Gunnlaugsson tvö mörk. Skagamenn misstu enga lykilmenn fyrir utan Hjört Hjartarson sem ætlaði aldrei með liðinu upp. Þá hafa ungir leikmenn á borð við Þórð Þórðarson og Albert Hafsteinsson tekið næsta skref og gætu byrjað fyrsta leik. Þeir eru þó reynslulausir í efstu deild. Þetta eru ekki miklar viðbætur en verði Andelkovic jafnöflugur og hann hefur sýnt hingað til og Arsenij skorar einhver mörk verður ekki annað sagt en Skagamenn hafi gert ágæta hluti á markaðnum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Hjörtur Hjartarson kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár, en hann hefur áður stýrt íslensku mörkunum á RÚV og verið sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport og Meistaramörkunum. Hjörtur spilaði með Skallagrími, Völsungi, ÍA, Þrótti, Selfossi og Víkingi á 19 ára löngum ferli. Hann varð markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2001 þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍA. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.STYRKLEIKAR LIÐSINS: Samheldið lið með mikla hefð, dygga stuðningsmenn og sterkan heimavöll. Með tvo framherja sem báðir gætu skorað tíu mörk eða meira er gulls ígildi í baráttunni um að halda sæti sínu. Liðið virðist alveg meðvitað um að gullárin eru að baki og nú vill það bara festa sig í sessi í efstu deild.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Eins og með fleiri lið sem munu berjast í neðri helmingnum er breiddin ekki mikil og pressan getur farið að hlaðast á liðið ef illa gengur. Liðið lak inn aðeins of mörgum mörkum á undirbúningstímabilinu og markvörðurinn hefur aldrei verið númer eitt í efstu deild.Garðar Gunnlaugsson fagnar marki í leik með ÍA.Vísir/ValliBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Við erum með íslensk-litháísku útgáfuna af Yorke og Cole frammi í Garðari og Arsenij. Það fellur ekkert lið með tvo mögulega tíu marka menn. Erum með heimavöll sem öll lið virða og minni lið hræðast. Skaginn er kominn til að vera?SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Manstu ekki eftir Þrótti 2003, Binni? Björgólfur Takefusa og Sören Hermansen skoruðu báðir tíu mörk en liðið féll eftir að vera á toppnum um mitt mót. Tveir tíu marka menn eru ekki ávísun á að halda sæti sínu. Þetta verður barátta allt til enda og við getum alveg fallið ef við teljum okkur betri en við erum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Átjánfaldir Íslandsmeistarar ÍA eru mættir í Pepsi-deildina á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Skagamenn, eftir að hafa náð þriðja sæti árið 2007 hefur liðið tvívegis fallið úr deildinni. Nú ætlar það að festa sig á ný á meðal þeirra bestu. Gunnlaugur Jónsson, uppalinn Skagamaður sem var í meistarliðinu 2001, tók við ÍA fyrir síðasta tímabil og kom því upp í fyrstu tilraun. Hann hefur áður þjálfað Selfoss og KA í 1. deild auk Vals í Pepsi-deildinni.Vísir/Grafík/GarðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 2 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 1 stjarna Liðsstyrkurinn: 1 stjarna Hefðin: 3 stjörnurVísir/PjeturÞRÍR SEM ÍA TREYSTIR ÁÁrni Snær Ólafsson: Fæddur 1991 og spilaði fyrst með meistaraflokki 2009. Beið þolinmóður eftir að fá byrjunarliðssætið hans Páls Gísla og fékk það í fyrra. Verður seint útnefndur besti markvörður Pepsi-deildarinnar en hefur afburða spyrnugetu, líklega þá bestu af markvörðum deildarinnar. Það hentar beinskeittu spili ÍA vel. Að standa í marki snýst þó um meira en að sparka fram og Skagamenn treysta á að hann taki næsta skref og verði úrvalsdeildarmarkvörður.Ármann Smári Björnsson: Miðvörðurinn stóri gerði það sem afar fáir stjörnuleikmenn gera þegar liðin þeirra falla; hann stökk ekki frá borði. Ármann tók slaginn með liðinu í 1. deild og er mættur með því upp á ný. Hávaxinn og sterkur miðvörður sem erfitt er að vinna í loftinu og skapar mikinn usla í teig andstæðingsins þegar hann fer fram. Algjör leiðtogi í Skagaliðinu.Garðar Gunnlaugsson: Sýndi síðasta sumar að hann er alvöru markaskorari með því að setja 19 mörk í 21 leik í 1. deildinni. Hann hefur fengið flotta tíu með sér í framlínuna í Arsenij Buinecki sem vinnur ruslakallavinnuna frammi. Fái Garðar þjónustu mun hann raða inn mörkum.Ásgeir Marteinsson.Mynd/PjeturNýstirnið: Ásgeir Marteinsson Hávaxinn og vel spilandi miðjumaður sem tók stórt stökk úr 2. deildinni í Pepsi-deildina í fyrra þegar hann gekk í raðir Fram. Þar gengu hlutirnir ekki hjá honum frekar en flestum öðrum. Ásgeir var kjörinn efnilegasti leikmaður 2. deildar fyrir tveimur árum og í honum býr hörku fótboltamaður. Hann hefur komið vel inn í Skagaliðið og gæti hæglega verið í byrjunarliðinu í fyrsta leik.Andri Adolphsson er farinn í Val.Vísir/ValliMARKAÐURINNKomnir: Marko Andelkovic frá Viitorul Arsenij Buinickij frá KA Ásgeir Marteinsson frá Fram Marteinn Örn Halldórsson frá Reyni SandgerðiFarnir: Andri Adolphsson í Val Hjörtur Hjartarson í Augnablik Jón Björgvin Kristjánsson í Gróttu Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban í Aftureldingu Þrátt fyrir að vera nýliðar hafa Skagamenn ekki bætt miklu við sig. Þeir ætla meira og minna að treysta á sama hóp og kom þeim upp. Miðjumaðurinn Marko Andelkovic hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og gæti orðið leiðtoginn á miðjunni, en það fara góðar sögur af honum á Skaganum. Það var reyndar eins með lettneska landsliðsmanninn fyrir tveimur árum þannig auðvitað getur brugðið til beggja vona. Ásgeir Marteinsson er ungur og efnilegur leikmaður með ársreynslu í efstu deild og svo virðist framherjinn Arsenij Buinikij sem kom frá KA smella frábærlega inn í ÍA-liðið. Hann skoraði þrennu í Lengjubikarnum um daginn og Garðar Gunnlaugsson tvö mörk. Skagamenn misstu enga lykilmenn fyrir utan Hjört Hjartarson sem ætlaði aldrei með liðinu upp. Þá hafa ungir leikmenn á borð við Þórð Þórðarson og Albert Hafsteinsson tekið næsta skref og gætu byrjað fyrsta leik. Þeir eru þó reynslulausir í efstu deild. Þetta eru ekki miklar viðbætur en verði Andelkovic jafnöflugur og hann hefur sýnt hingað til og Arsenij skorar einhver mörk verður ekki annað sagt en Skagamenn hafi gert ágæta hluti á markaðnum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Hjörtur Hjartarson kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár, en hann hefur áður stýrt íslensku mörkunum á RÚV og verið sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport og Meistaramörkunum. Hjörtur spilaði með Skallagrími, Völsungi, ÍA, Þrótti, Selfossi og Víkingi á 19 ára löngum ferli. Hann varð markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2001 þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍA. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.STYRKLEIKAR LIÐSINS: Samheldið lið með mikla hefð, dygga stuðningsmenn og sterkan heimavöll. Með tvo framherja sem báðir gætu skorað tíu mörk eða meira er gulls ígildi í baráttunni um að halda sæti sínu. Liðið virðist alveg meðvitað um að gullárin eru að baki og nú vill það bara festa sig í sessi í efstu deild.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Eins og með fleiri lið sem munu berjast í neðri helmingnum er breiddin ekki mikil og pressan getur farið að hlaðast á liðið ef illa gengur. Liðið lak inn aðeins of mörgum mörkum á undirbúningstímabilinu og markvörðurinn hefur aldrei verið númer eitt í efstu deild.Garðar Gunnlaugsson fagnar marki í leik með ÍA.Vísir/ValliBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Við erum með íslensk-litháísku útgáfuna af Yorke og Cole frammi í Garðari og Arsenij. Það fellur ekkert lið með tvo mögulega tíu marka menn. Erum með heimavöll sem öll lið virða og minni lið hræðast. Skaginn er kominn til að vera?SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Manstu ekki eftir Þrótti 2003, Binni? Björgólfur Takefusa og Sören Hermansen skoruðu báðir tíu mörk en liðið féll eftir að vera á toppnum um mitt mót. Tveir tíu marka menn eru ekki ávísun á að halda sæti sínu. Þetta verður barátta allt til enda og við getum alveg fallið ef við teljum okkur betri en við erum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00